Norska lögreglan rannsakar væntanlega málið

Svein Harald Øygard telur að Samherjamálið eigi eftir að skaða …
Svein Harald Øygard telur að Samherjamálið eigi eftir að skaða orðspor íslenskra fyrirtækja. mbl.is/Golli

Svein Har­ald Øygard, fyrr­ver­andi seðlabanka­stjóri á Íslandi, tel­ur víst að norsk lög­reglu­yf­ir­völd rann­saki Sam­herja­málið. Hann ótt­ast að ís­lensk­ir fjár­fest­ar muni eiga erfiðara um vik vegna þess orðspors­hnekk­is sem málið hef­ur á Ísland og ís­lenskt viðskipta­líf. Svein Har­ald Øygard var gest­ur í Silfr­inu í Sjón­varp­inu.

Sagðist Øygard nokkuð viss um að norski bank­inn DNB muni rann­saka málið til hlít­ar sem og efna­hags­brota­deild norsku lög­regl­unn­ar. Í þeirri rann­sókn verði færsl­ur á reikn­ing­um Sam­herja hjá norska bank­an­um rakt­ar og kannað hvort ein­hver skugg­a­starf­semi hafi verið á Kýp­ur þar sem fé­lög Sam­herja voru skráð.

Øygard seg­ist ótt­ast að málið hafi víðtæk­ari áhrif á ís­lenskt viðskipta­líf. Það skaði orðspor Íslands, kunni að hafa áhrif á aðgengi ís­lenskra fjár­festa á heims­markaði og draga úr er­lend­um fjár­fest­ing­um á Íslandi. „Það er mjög mik­il­vægt fyr­ir Ísland að taka til, taka for­ystu í þessu og þess vegna væru sam­hæfðar aðger­ir mjög til bóta,“ seg­ir Øygard.

Frétt RÚV um viðtalið við Øygard en Eg­ill Helga­son þátta­stjórn­andi boðaði lengra viðtali við Øygard að viku liðinni 

mbl.is