Skaut lögreglumann með boga og ör

Grímuklæddir bogamenn skutu örvum í átt að lögreglu.
Grímuklæddir bogamenn skutu örvum í átt að lögreglu. AFP

Lögreglumaður í Hong Kong særðist eftir að hann var skotinn með ör í fótlegginn í mótmælum sem fóru fram fyrir utan PolyU-háskólann fyrr í dag. Grímuklæddur bogamaður skaut örinni í kálfa lögreglumannsins sem sá um öryggisgæslu fyrir utan háskólann.

BBC greinir frá.

Í yfirlýsingu frá lögreglu er árásin fordæmd og sögð geta vera lífshættuleg lögreglumönnum og öðrum borgurum. Það er þó ekki talið að lögreglumaðurinn sé í lífshættu.

Mótmælaaldan sem hefur geisað í Hong Kong í marga mánuði hélt áfram í dag og þurfti lögregla að beita táragasi og vatnsþrýstibyssum gegn mótmælendum sem köstuðu múrsteinum og bensínsprengjum í átt að þeim. Mótmælendur reyndu svo að skýla sér með regnhlífum og öðrum lausamunum.

Þeir kveiktu einnig í braki við göngubrú og úr varð mikill eldur.

Forsvarsmenn háskólans hvöttu mótmælendur til að yfirgefa háskólasvæðið og sögðu það ekki vera pólitískur stríðsvöllur heldur staður til að læra og þróa hæfileika sína.

Þrátt fyrir að hafa farið djúpt í kálfann náði hún …
Þrátt fyrir að hafa farið djúpt í kálfann náði hún ekki í gegnum hann. AFP
Örin lenti í kálfa lögreglumannsins eins og má sjá á …
Örin lenti í kálfa lögreglumannsins eins og má sjá á myndinni. AFP
Mótmæli hafa staðið yfir í fimm mánuði og ofbeldið virðist …
Mótmæli hafa staðið yfir í fimm mánuði og ofbeldið virðist einungis vera færast í aukana. AFP
mbl.is