Víða er titringur vegna ákvæðis um sjávarspendýr

Fram­kvæmd ákvæðis í lög­um í Banda­ríkj­un­um um vernd sjáv­ar­spen­dýra (Mar­ine Mamm­al Protecti­on Act) hef­ur valdið titr­ingi hjá sjáv­ar­út­vegsþjóðum um all­an heim, en virkj­un þess gæti haft víðtæk áhrif á inn­flutn­ing sjáv­ar­af­urða til Banda­ríkj­anna. Ákvæðið tek­ur gildi í árs­byrj­un 2022 og þá verður þjóðum sem flytja sjáv­ar­fang til Banda­ríkj­anna gert skylt að upp­fylla sömu eða sam­bæri­leg­ar kröf­ur um vernd sjáv­ar­spen­dýra við fisk­veiðar og eru í gildi í Banda­ríkj­un­um.

Hér­lend­is er það einkum meðafli land­sels í grá­sleppu­net sem veld­ur áhyggj­um, vegna veikr­ar stöðu stofns­ins, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Bryn­hild­ar Bene­dikts­dótt­ur, sér­fræðings í sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu. Sam­kvæmt bráðabirgðaniður­stöðum úr úr­vinnslu ra­f­rænn­ar upp­lýs­ingagátt­ar banda­rískra stjórn­valda væri leyfi­leg­ur meðafli land­sels í veiðum ís­lenskra skipa und­ir 40 dýr­um á ári.

Ferli sem sjáv­ar­út­vegsþjóðir fara í gegn­um

Á skrif­stofu sjáv­ar­út­vegs og fisk­eld­is í at­vinnu­vegaráðuneyti hef­ur mik­il und­ir­bún­ings­vinna átt sér stað vegna þess­ara krafna og svo verður áfram.

„Við eig­um, eins og marg­ar aðrar þjóðir, í viðræðum við Banda­rík­in um sjáv­ar­spen­dýra­lög­in,“ seg­ir Bryn­hild­ur. „At­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneytið og Haf­rann­sókna­stofn­un eru ný­bú­in að skila ít­ar­legri skýrslu um stöðu meðafla­mála við fisk­veiðar til banda­rískra stjórn­valda, sem all­ir inn­flytj­end­ur sjáv­ar­af­urða til Banda­ríkj­anna, sem eru nán­ast all­ar sjáv­ar­út­vegsþjóðir í heim­in­um, þurftu að skila í sept­em­ber. Áður höfðu ís­lensk stjórn­völd átt frum­kvæði að fundi ráðuneyt­is­ins og for­manns um­gengn­is­nefnd­ar sjáv­ar­út­vegs­ins með Banda­ríkja­mönn­um, en nefnd­in er sam­starfs­hóp­ur þar sem eru meðal ann­ars full­trú­ar ráðuneyt­is­ins, Fiski­stofu, Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og út­vegs­ins.

Nú eru Banda­ríkja­menn að fara yfir þau gögn sem skilað var í sept­em­ber og full­trú­ar ís­lenskra stjórn­valda munu eiga fund með þeim fljót­lega og gætu jafn­vel þurft að ræða mál­in frek­ar á fundi í Banda­ríkj­un­um í byrj­un næsta árs. Einnig næsta vor eft­ir að Banda­ríkja­menn hafa gefið út fyrsta mat á ástandi mála hér á landi. Þetta er ferli sem all­ar þjóðir sem flytja út sjáv­ar­af­urðir til Banda­ríkj­anna þurfa að fara í gegn­um. Við erum í góðu sam­bandi við aðrar þjóðir um þessa stöðu, meðal ann­ars Nor­eg, Kan­ada, Græn­land og Fær­eyj­ar,“ seg­ir Bryn­hild­ur.

Sela­stofn­ar á vál­ista

Sela­stofn­ar við landið hafa gefið eft­ir á síðustu árum. Stofn land­sels er á vál­ista ís­lenskra spen­dýra á vef Nátt­úru­fræðistofn­un­ar Íslands og met­inn „í bráðri hættu“. Útsel­ur er hins veg­ar met­inn í áhættu­flokkn­um „í nokk­urri hættu“.

Bryn­hild­ur seg­ir að við mat sem bygg­ist á bráðabirgðaniður­stöðu úr úr­vinnslu ra­f­rænu upp­lýs­ing­argátt­ar­inn­ar sem banda­rísk stjórn­völd hafa komið upp hafi komið í ljós að fjöldi land­sela sem veiðast sem meðafli við fisk­veiðar ís­lenskra skipa, megi ekki fara yfir 40 dýr á hverju ári eigi að flytja afl­ann til Banda­ríkj­anna. Fjöld­inn helg­ist m.a. af því að teg­und­in er á vál­ista. Hún seg­ir að ef land­sel­ur fari af vál­ista og upp fyr­ir viss mörk um leið muni tal­an marg­fald­ast en ekk­ert sé hægt að segja um lík­ur á slíku á þess­ari stundu.

Spurð hvort það sé fram­kvæm­an­legt að halda fjöld­an­um í nokkr­um tug­um seg­ir Bryn­hild­ur að það sé mjög ólík­legt nema tak­ist að finna stjórn­un­ar­ráðstaf­an­ir sem geri slíkt kleift. Þó sé rétt að benda á að enn sé nokk­ur óvissa um hvernig Banda­rík­in snúi sér í þessu máli.

„Spurn­ing er hvernig regl­ur verða túlkaðar og hver þró­un­in verður, en enn er þetta á viðræðustigi. Ísland líkt og aðrar þjóðir sem hyggj­ast flytja sjáv­ar­af­urðir á Banda­ríkja­markað þurfa að skýra hvaða aðgerða þær hyggj­ast grípa til og hvernig staðið verður að mál­um. Ráðuneytið tek­ur þetta al­var­lega og hef­ur átt í alls kon­ar og mikl­um viðræðum, und­ir­bún­ingi og áætl­un­um um hvað þurfi að gera,“ seg­ir Bryn­hild­ur.

Sig­ur um­hverf­is­vernd­ar­sam­taka

Sjáv­ar­spen­dýra­lög­in hafa verið í gildi í Banda­ríkj­un­um frá 1972 og seg­ir ráðuneytið ekki lík­legt að Íslend­ing­ar geti fengið und­anþágu frá inn­flutn­ings­ákvæðinu, enda myndu aðrar sjáv­ar­út­vegsþjóðir ekki sætta sig við mis­mun­andi kröf­ur til þjóða.

En hvers vegna er þetta orðið vanda­mál nú 47 árum eft­ir að lög­in voru sett?

„Lengi vel var ákvæði um að sjáv­ar­af­urðir, sem eru flutt­ar til Banda­ríkj­anna upp­fylli sömu eða sam­bæri­leg skil­yrði og gilda í Banda­ríkj­un­um ekki virkt. Um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök höfðu farið í mál við banda­ríska ríkið af því að ákvæði hafði ekki verið virkjað. Mál­inu hafði verið vísað frá dóm­stól­um þar sem talið var að Banda­ríkja­menn hefðu ekki að fullu inn­leitt aðgerðir til að upp­fylla lög­in heimavið.

Árið 2016 gerðist það hins veg­ar að um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök unnu málið á þeim for­send­um að Banda­rík­in ættu að vera kom­in með kerfi sem væri í sam­ræmi við lög­in og þyrftu því að virkja þetta ákvæði. Niðurstaðan er því að það mun að fullu taka gildi í byrj­un árs 2022,“ rifjar Bryn­hild­ur upp í um­fjöll­un Morg­un­blaðsins. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: