DNB verði rannsakaður, segir Joly

Eva Joly. „Nú er tími fyrir uppgjör og fyrir rannsókn,“ …
Eva Joly. „Nú er tími fyrir uppgjör og fyrir rannsókn,“ segir hún um þátt norska DNB-bankans í Samherjamálinu. mbl.is/Árni Sæberg

Eva Joly, ein lög­fræðing­anna í lög­fræðiteymi Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra og stjórn­ar­manns Sam­herja­fé­lag­anna í Namib­íu, seg­ir að rann­saka verði norska bank­ann DNB fyr­ir þátt hans í viðskipt­um Sam­herja í Namib­íu. Um sé að ræða hneyksli af „gríðarlegri stærðargráðu“.

Þetta seg­ir Joly í sam­tali við norska dag­blaðið Af­ten­posten. „Þetta er sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, sem átti að koma Namib­íu­mönn­um til aðstoðar. Sag­an end­ur­tek­ur sig; alþjóðlegt fyr­ir­tæki nær eign­ar­haldi á auðlind­un­um með því að múta heima­mönn­um. Þetta er alltaf sama sag­an,“ er haft eft­ir Joly í Af­ten­posten.

Regl­urn­ar ekki nægi­lega skýr­ar

Hún seg­ir að það séu sí­gild viðbrögð þeirra sem flett er ofan af að skella skuld­inni á þann sem seg­ir frá, eins og gerðist í til­felli Jó­hann­es­ar. „Við höf­um gögn. Um 30.000 skjöl sem eru á Wiki­leaks. All­ir geta skoðað þau þar. All­ir geta séð hvernig féð var fært frá Kýp­ur til Dúbaí og eng­inn hef­ur staðfest að um­bjóðandi minn (Jó­hann­es) hafi haft heim­ild til að yf­ir­færa 70 millj­ón­ir Banda­ríkja­doll­ara eins og gert var þarna,“ seg­ir Joly.

Hún er afar gagn­rýn­in á þátt DNB í mál­inu. „Að mínu mati er þetta greini­legt merki um það sem við höf­um séð í ára­fjölda; að regl­urn­ar í DNB eru ekki nægi­lega skýr­ar. Við sáum það í Pana­maskjala-mál­inu,“ seg­ir Joly.  Þar vís­ar hún til þess að árið 2016, þegar inni­hald Pana­maskjal­anna svo­kölluðu var gert op­in­bert, kom í ljós að úti­bú DNB í Lúx­em­borg hafði aðstoðað viðskipta­vini sína við að stofna 42 fyr­ir­tæki á Seychell­es-eyj­um á tíma­bil­inu 2006 — '08. Niðurstaða rann­sókn­ar sem gerð var í kjöl­farið var að siðaregl­ur DNB hefðu verið brotn­ar, en ekki hefði verið um lög­brot að ræða. 

Maður milli­fær­ir ekki pen­inga án þess að vita hver viðtak­and­inn er

Joly seg­ir að rann­saka eigi þátt DNB í Sam­herja­mál­inu. „Nú er tími fyr­ir upp­gjör og fyr­ir rann­sókn. Þú ætt­ir að vita á hvern þú milli­fær­ir fé. Maður milli­fær­ir ekki pen­inga án þess að vita hver viðtak­and­inn er. Ef viðtak­and­inn í Dúbaí er á „gráu svæði“, póli­tískt séð, og pen­ing­arn­ir koma frá úti­búi í skattap­ara­dís, frá út­gerðarfyr­ir­tæki með höfuðstöðvar á Íslandi — þá gæti ein­hver velt því fyr­ir sér hvers vegna í ver­öld­inni pen­ing­arn­ir eru látn­ir fara í gegn­um DNB. Það þarf að svara þeirri spurn­ingu.“

Even Wester­veld, talsmaður DNB-bank­ans, seg­ir í tölvu­pósti til Af­ten­posten að bank­inn til­kynni grun­sam­leg­ar fjár­reiður til lög­reglu. Í fyrra hafi bank­inn til­kynnt 1.496 slík mál til efna­hags­brota­deild­ar norsku lög­regl­unn­ar. „Við átt­um okk­ur á því að marg­ir velta fyr­ir sér hvort við gerðum það í þessu til­viki, en okk­ur er ekki heim­ilt að gefa það upp sam­kvæmt lög­um,“ seg­ir Wester­veld.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina