Þorsteinn segir sig úr stjórn Framherja í Færeyjum

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

Þor­steinn Már Bald­vins­son, einn eig­enda Sam­herja, hef­ur sagt sig úr stjórn út­gerðarfé­lags­ins Fram­herja í Fær­eyj­um, en Þor­steinn var jafn­framt stjórn­ar­formaður fé­lags­ins. Frá þessu er greint á fær­eyska frétta­vefn­um in.fo. Sam­herji á fjórðungs­hlut í fé­lag­inu, en það er eitt stærsta út­gerðarfé­lag Fær­ey­inga. Kom Sam­herji að stofn­un þess árið 1994 og ger­ir það nú út þrjá tog­ara frá Fuglaf­irði.

Á laug­ar­dag­inn hafði Vís­ir eft­ir Björgólfi Jó­hanns­syni, starf­andi for­stjóra Sam­herja, að ekki hefði verið tek­in ákvörðun um það hvort Þor­steinn myndi segja sig frá stjórn­ar­for­mennsku í Fram­herja. Þor­steinn steig í síðustu viku til hliðar sem for­stjóri Sam­herja í kjöl­far þess að starf­semi Sam­herja kom til skoðunar vegna starfs­hátta fé­lags­ins í Namib­íu og meintra mútu­greiðslna sem Kveik­ur sagði frá í síðustu viku.

Á vef in.fo kem­ur fram að Árni Absalon­sen hafi komið inn í stjórn­ina í stað Þor­steins og þá hafi Elisa­beth D. Eldevig Ol­sen verið skipuð stjórn­ar­formaður Fram­herja.

mbl.is