Á stjórnarfundi Sjóvá-Almennra trygginga hf. í dag tilkynnti Björgólfur Jóhannsson, stjórnarformaður, stjórn félagsins um þá ákvörðun sína að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá vegna anna.
Hildur Árnadóttir, stjórnarmaður, mun taka við stjórnarformennsku í stað Björgólfs. Þá mun Erna Gísladóttir, varamaður í stjórn Sjóvá, taka sæti í stjórn félagsins, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar Íslands.
Eins og fram hefur komið, þá hefur Björgólfur tekið tímabundið við stöðu forstjóra Samherja.
Greint var frá því í síðustu viku að forstjóri og stjórn Samherja hefðu komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, myndi sti´ga tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir.