DNB leggi öll spil á borðið

Norski ríkisbankinn DNB þarf að leggja öll spilin varðandi viðskipti …
Norski ríkisbankinn DNB þarf að leggja öll spilin varðandi viðskipti sín við Samherja á borðið. Af vef DNB

Norski rík­is­bank­inn DNB þarf að leggja öll spil­in varðandi viðskipti sín við Sam­herja á borðið. Viðskipta- og fjár­málaráðuneyti Nor­egs hvetja bank­ann til að vinna með norska fjár­mála­eft­ir­lit­inu og efna­hags­brota­deild norsku lög­regl­unn­ar.

Þetta seg­ir Bjørn­ar Ang­ell, talsmaður norska fjár­málaráðuneyt­is­ins í sam­tali við norsku frétta­stof­una NTB. Vísað er í frétt­ina á vef norska dag­blaðsins Af­ten­posten og þar er haft eft­ir Magn­us Thue aðstoðarviðskiptaráðherra að það sé for­gangs­mál hjá norsku rík­is­stjórn­inni að vinna gegn pen­ingaþvætti, en ríkið á 34% eign­ar­hlut í DNB. 

Sam­kvæmt um­fjöll­un Kveiks og Stund­ar­inn­ar um viðskipti Sam­herja í Namib­íu tengj­ast reikn­ing­ar Sam­herja í DNB þeim mútu­greiðslum sem fjallað hef­ur verið um.

Sam­kvæmt frétt norska dag­blaðsins Dagens Nær­ingsliv hef­ur norska fjár­mála­eft­ir­litið aukið eft­ir­lit með viðskipta­hátt­um DNB und­an­far­in tvö ár. Eft­ir­litið hef­ur nokkr­um sinn­um gert at­huga­semd við slæl­eg vinnu­brögð bank­ans og að hann hafi látið hjá líða að til­kynna fjár­mála­eft­ir­lit­inu þegar grun­ur hef­ur vaknað um hugs­an­legt pen­ingaþvætti.

Í bréfi frá fjár­mála­eft­ir­lit­inu til DNB bank­ans, sem vísað er í í frétt Af­ten­posten, seg­ir að þessi vinnu­brögð gætu verið vís­bend­ing um „grun­sam­leg tengsl“. 

mbl.is