Gagnrýnir þátttöku Kristjáns Þórs

Logi Már Einarsson.
Logi Már Einarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Logi Már Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir ákveðin atriði í aðgerðaáætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar til að efla traust á ís­lensku at­vinnu­lífi vekja at­hygli sína.

„Það er ágætt að rík­is­stjórn­in hafi loks­ins brugðist við með ein­hverj­um hætti eft­ir að hafa skilað auðu í heila viku,“ seg­ir hann, spurður út í áætl­un­ina.

„Það er sér­kenni­legt að nokkr­um dög­um eft­ir að stjórn­ar­meiri­hlut­inn fell­ir til­lögu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um aukið fjár­magn til rík­is­sak­sókn­ara og skatt­rann­sókn­ar­stjóra boðar hann ná­kvæm­lega það sama.“

Logi Már seg­ir spurn­ing­ar einnig vakna um að Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, skuli hafa setið fund rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna aðgerðanna og að hann skuli taka þátt í viðbrögðum vegna Sam­herja­máls­ins þrátt fyr­ir að segj­ast vera van­hæf­ur í þeim.

„Ég held að hann sé í ákveðnum trú­verðug­leika­vanda.“

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra. mbl.is/​Hari

Logi Már seg­ir einnig skrítið að rík­is­stjórn­in taki ekki frum­kvæði í að ráðast gegn hugs­an­legu orðspors­hnekki er­lend­is. Um­fjöll­un­in bæði í Nor­egi og í blöðum eins og The Guar­di­an gefi til­efni til þess, auk þess sem fjár­málaráðherra eigi að draga til baka sín um­mæli í The Guar­di­an um að rót vand­ans sé spillt kerfi í Namib­íu. „Auðvitað er rót vand­ans að bera mút­ur á fólk.“

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Bene­dikts­son. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is