Sjávarútvegsráðherra, Kristján Þór Júlíusson, hefur verið boðaður á fund atvinnuveganefndar Alþingis á morgun klukkan 15:00 þar sem Samherjamálið verður rætt.
Þetta staðfesti Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona VG og formaður nefndarinnar, í samtali við mbl.is.
Hún sagði að fundurinn yrði ekki opinn, enda hefði ekki komið fram beiðni um slíkt.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona VG, óskaði eftir því um helgina að Kristján kæmi á fund nefndarinnar til að fara yfir áhrif Samherjamálsins.