Sjö aðgerðir til að auka traust á atvinnulífinu

Stjórnarráðið við Lækjargötu.
Stjórnarráðið við Lækjargötu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rík­is­stjórn Íslands ákvað á fundi sín­um í morg­un að grípa til sjö aðgerða til að auka traust á ís­lensku at­vinnu­lífi.

Aðgerðirn­ar eru eft­ir­tald­ar: Að auka gagn­sæi í rekstri stærri óskráðra fyr­ir­tækja, auka gagn­sæi í rekstri stórra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja, stuðla að út­tekt og úr­bót­um á fisk­veiðum á alþjóðavett­vangi, ljúka end­ur­skoðun á skil­grein­ingu á tengd­um aðilum fyr­ir ára­mót, tryggja viðbótar­fjárfest­ing­ar til skatt­rann­sókna, efla varn­ir gegn hags­muna­árekstr­um og mútu­brot­um og fylgj­ast með viðbrögðum er­lend­is frá.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Und­ir­bún­ing­ur er haf­inn að laga­frum­varpi um rík­ari upp­lýs­inga­skyldu hlut­falls­lega stórra fyr­ir­tækja sem geta haft kerf­is­læg áhrif í ís­lensku efna­hags­lífi. Til skoðunar er að gera rík­ari kröf­ur til slíkra fyr­ir­tækja um upp­lýs­ing­ar um rekst­ur, efna­hag og góða stjórn­ar­hætti. Meðal ann­ars er höfð hliðsjón af kröf­um sem gerðar eru til fyr­ir­tækja sem skráð eru í kaup­höll.

Kröf­ur um aukið gagn­sæi munu ná til fyr­ir­tækja í öll­um at­vinnu­rekstri. Sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra hef­ur óskað eft­ir því að við þessa vinnu verði tekið til sér­stakr­ar skoðunar hvort gera þurfi enn rík­ari kröf­ur um gagn­sæi til stærri sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja, að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra mun hafa frum­kvæði að því að Alþjóðamat­væla­stofn­un­in (FAO) vinni út­tekt á viðskipta­hátt­um út­gerða sem stunda veiðar og eiga í viðskipt­um með afla­heim­ild­ir, þar á meðal í þró­un­ar­lönd­um.

Sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra hef­ur óskað eft­ir því að nefnd sem hann skipaði í mars skili til­l­lög­um um bætt eft­ir­lit með fisk­veiðiauðlind­inni fyr­ir 1. janú­ar. Þá er að vænta til­lagna frá nefnd­inni á næstu vik­um um bætt eft­ir­lit með fisk­veiðum og með vigt­un sjáv­ar­afla.

Rík­is­stjórn­in hef­ur ákveðið að skatt­rann­sókn­ar­stjóra og rík­is­skatt­stjóra verði gert kleift að auka mannafla tíma­bundið til að geta sinnt verk­efn­um á sem skjót­ast­an og far­sæl­ast­an hátt.

Hugað verður sér­stak­lega að fjár­mögn­un rann­sókn­ar héraðssak­sókn­ara í tengsl­um við rann­sókn embætt­is­ins á Sam­herja­mál­inu, en á fund­in­um var farið yfir um­bóta­verk­efni sem hafa verið í vinnslu um aukið gagn­sæi og traust.

Á fund­in­um var fjallað um Sam­herja­málið með til­liti til alþjóðasam­skipta. Hvorki ut­an­rík­is­ráðuneytið, sendiskrif­stof­ur né viðskipta­full­trú­ar hafa fengið telj­andi fyr­ir­spurn­ir eða at­huga­semd­ir frá stjórn­völd­um annarra ríkja eða alþjóðleg­um og svæðis­bundn­um sam­tök­um, að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Ut­an­rík­is­ráðuneytið fylg­ist með um­fjöll­un er­lend­is og hef­ur und­ir­búið viðbrögð vegna hugs­an­legs orðspors­hnekk­is en hef­ur ekki talið ástæðu til að taka frum­kvæði í sér­stakri kynn­ingu á mál­inu.

mbl.is