Annar „hákarl“ segir af sér í Namibíu

James Hatuikulipi hefur sagt af sér stjórnarformennsku í Fischor, ríkisreknu …
James Hatuikulipi hefur sagt af sér stjórnarformennsku í Fischor, ríkisreknu sjávarútvegsfyrirtæki Namibíu. Ljósmynd af vef Seaflower

James Hatuikulipi, einn þeirra þriggja sem kallaðir voru „há­karl­arn­ir“ í um­fjöll­un frétta­skýr­ing­arþátt­ar­ins Kveiks um Sam­herja­skjöl­in, er hætt­ur sem stjórn­ar­formaður sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins Fis­hcor í Namib­íu.

Forsíða Nami­bi­an Sun á morg­un

Namib­íska dag­blaðið Nami­bi­an Sun seg­ir frá þessu á forsíðu sinni á morg­un, en blaðið hef­ur nú þegar birt forsíðuna á vefn­um.

Hatuikulipi þessi er frændi Tam­son Hatuikulipi, en það er tengda­son­ur Bern­h­ards Esau fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, sem hrökklaðist af ráðherra­stóli vegna um­fjöll­un­ar um Sam­herja­skjöl­in rétt eins og Sacky Shang­hala, sem var dóms­málaráðherra. Há­karl­arn­ir þrír hafa nú all­ir vikið úr störf­um sín­um vegna Sam­herja­máls­ins.

Sam­kvæmt um­fjöll­un Kveiks og Stund­ar­inn­ar upp úr Sam­herja­skjöl­un­um út­hlutaði Esau hrossamakríl­kvóta til Fischor og kvót­inn síðan seld­ur áfram til Sam­herja, „á sann­kölluðum vild­ar­kjör­um“ eins og seg­ir í um­fjöll­un Kveiks.

Á forsíðu Nami­bi­an Sun á morg­un kem­ur fram að Mike Ng­hip­unya sitji enn sem fram­kvæmda­stjóri Fischor, sem er rík­is­rekið sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins, en áður hafði verið greint frá því í namib­ísk­um miðlum að Leon Jooste, ráðherra sem fer með mál­efni rík­is­fyr­ir­tækja í land­inu, hafi farið fram á að þeim yrði báðum vikið frá störf­um vegna máls­ins.

mbl.is