Furðar sig á gagnrýni á rannsókn Samherja

Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja.
Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja. mbl.is/​Hari

Björgólf­ur Jó­hanns­son, starf­andi for­stjóri Sam­herja, er í viðtali við Viðskipta­blaðið sem kem­ur út á morg­un. Hluti viðtals­ins birt­ist í kvöld á vef blaðsins og þar er haft eft­ir Björgólfi að furðulegt sé að stjórn fyr­ir­tæk­is­ins sé gagn­rýnd fyr­ir að hafa fengið norsku lög­manns­stof­una Wik­borg Rein til þess að rann­saka starf­semi Sam­herja í Afr­íku.

Degi áður en um­fjöll­un Kveiks og Stund­ar­inn­ar um Sam­herja­skjöl­in fór í loftið sendi Sam­herji frá sér til­kynn­ingu um að fyr­ir­tækið hefði ráðið Wik­borg Rein til þess að rann­saka sín eig­in mál og ætlaði ekki að tjá sig um „ein­staka ásak­an­ir fyrr en niður­stöður liggja fyr­ir um rann­sókn­ina á starf­sem­inni í Afr­íku“.

Síðan þá hafa þó nokkr­ir gagn­rýnt þessa rann­sókn norsku lög­manns­stof­unn­ar og sagt hana skorta trú­verðug­leika, þar sem Sam­herji sé bæði verk­kaupi og til rann­sókn­ar hjá lög­manns­stof­unni.

Björgólf­ur seg­ir við Viðskipta­blaðið að hið sama eigi við í þessu til­felli og þegar end­ur­skoðend­ur und­ir­riti árs­reikn­inga fyr­ir­tækja. Traust skipti slík fyr­ir­tæki öllu máli, enda séu þetta aðilar sem gefi sig út fyr­ir trú­verðug­leika. Ef trú­verðug­leik­inn bregðist hafi fyr­ir­tæk­in enga viðskipta­vini, er haft eft­ir Björgólfi á vef Viðskipta­blaðsins í kvöld.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina