Kristján kemur fyrir atvinnuveganefnd

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra á fundi nefndarinnar sem hófst kl. …
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra á fundi nefndarinnar sem hófst kl. 15. mbl.is/Árni Sæberg

Fund­ur hófst klukk­an 15:00 í at­vinnu­vega­nefnd Alþing­is þar sem fjallað verður um áhrif Sam­herja­máls­ins svo­nefnds á önn­ur fyr­ir­tæki og ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg í heild.

Gest­ur fund­ar­ins er Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra. Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar — græns fram­boðs, óskaði eft­ir fund­in­um og að ráðherr­ann yrði beðinn að mæta á hann og fara yfir málið.

Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, formaður nefnd­ar­inn­ar og þingmaður VG, sagði aðspurð í sam­tali við mbl.is fyr­ir fund­inn að umræðan myndi eðli máls­ins sam­kvæmt ráðast tals­vert af því með hvaða hætti Rósa Björk myndi leggja málið upp.

Þess utan seg­ir Lilja eðli­legt að nefnd­ar­menn fái tæki­færi til þess að ræða þann hluta Sam­herja­máls­ins við ráðherra sjáv­ar­út­vegs­mála sem heyr­ir und­ir hann.

Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður VG.
Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar og þingmaður VG. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is