Leggja til 300 tonna eldi í Skaftárhreppi

MAST leggur til að Lindarfiski ehf. verði veitt rekstrarleyfi fyrir …
MAST leggur til að Lindarfiski ehf. verði veitt rekstrarleyfi fyrir 300 tonna seiða- og matfiskeldi á bleikju. mbl.is/Helgi Bjarnason

Mat­væla­stofn­un (MAST) legg­ur til að Lind­ar­fiski ehf. verði veitt rekstr­ar­leyfi fyr­ir 300 tonna seiða- og  mat­fisk­eldi á bleikju. Þá er um að ræða aukn­ingu heim­ilaðs fram­leiðslu­magns miðað við eldra leyfi sem heim­ilaði 20 tonna seiða- og mat­fisk­eldi, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Mast.

Fisk­eldi Lind­ar­fisks mun vera á landi að Botn­um á Meðallandi í Skaft­ár­hreppi og mun meðal ann­ars vera reist 120 fer­metra seiðaeld­is­hús, að því er seg­ir í um­sögn Skipu­lags­stofn­un­ar.

Fram kem­ur í um­sögn­inni „að helstu um­hverf­isáhrif vegna fram­kvæmd­ar­inn­ar verði vegna auk­inn­ar los­un­ar nær­ing­ar­efna í Eld­vatn, sem fylg­ir stækk­un eld­is­ins. Þung­ar líf­ræn­ar leif­ar frá seiðaeldi og áframeldi verða skild­ar frá með sett­jörn­um og út­fell­ing­um í frá­rennslis­skurðum.“ Jafn­framt megi gera ráð fyr­ir að ein­ung­is upp­leyst nær­ing­ar­efni muni ber­ast í Eld­vatn.

mbl.is