Styðja aðgerðir stjórnvalda

Í yfirlýsingu segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, að samtökin …
Í yfirlýsingu segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, að samtökin munu leita leiða til þess að styðja aðgerðir stjórnvalda. mbl.is/Eggert

„Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) munu gera allt sem í þeirra valdi stend­ur til þess að styðja við stjórn­völd, þannig að inn­leiða megi til­hlýðileg­ar aðgerðir sem snerta fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá SFS til fjöl­miðla vegna ákvörðunar rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að ráðast í aðgerðir til að auka traust á ís­lensku at­vinnu­lífi.

Þá seg­ir jafn­framt að sam­tök­in gera „kröfu til fé­lags­manna sinna um að stunda heiðarlega, gagn­sæja og lög­lega starfs­hætti“.

Í til­kynn­ing­unni eru orð SFS vegna um­fjöll­un­ar um starf­semi Sam­herja í Afr­íku í síðustu viku ít­rekuð. „Íslensk fyr­ir­tæki eiga að fylgja lög­um, bæði heima og er­lend­is, og al­mennt að viðhafa góða viðskipta- og stjórn­ar­hætti. Ásak­an­ir á hend­ur fyr­ir­tæk­inu eru al­var­leg­ar og það er verk­efni viðeig­andi stjórn­valda að rann­saka og taka af­stöðu til þeirra.“

SFS kveðst leggja áherslu á að vera fyr­ir­mynd og í fremstu röð í heim­in­um þegar kem­ur að sjáv­ar­út­vegi. „Á Íslandi er fisk­veiðistjórn­ar­kerfi sem er leiðandi á heimsvísu þegar litið er til sjálf­bærr­ar nýt­ing­ar á fiski­stofn­um, auk þess sem sam­vinna sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja við ís­lensk iðn- og tæknifyr­ir­tæki hef­ur aukið virði auðlind­ar­inn­ar um­tals­vert. Sam­vinn­an hef­ur getið af sér nýja auðlind í formi hug­vits og þekk­ing­ar.“

„Allt þetta ger­ir það að verk­um að við ger­um kröf­ur til sjáv­ar­út­vegs­ins, bæði sem vinnu­veit­anda og út­flutn­ings­grein­ar. Þar eru stjórn­ar­hætt­ir ekki und­an­skild­ir. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn hef­ur stigið stór fram­fara­skref á und­an­förn­um árum. Til dæm­is í um­hverf­is- og lofts­lags­mál­um, þar sem höfðað hef­ur verið til sam­fé­lags­legr­ar ábyrgðar fyr­ir­tækja,“ seg­ir að lok­um.

Und­ir til­kynn­ing­una rit­ar Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SFS.

mbl.is