Telur ýmsum spurningum enn ósvarað

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mér þótti gagn­legt að fá ráðherr­ann á nefnd­ar­fund til þess að fara yfir málið og viðbrögð rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem komu fram í gær. En það eru engu að síður nokk­ur atriði sem eru óljós,“ seg­ir Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar — græns fram­boðs, í sam­tali við mbl.is en fundað var að henn­ar ósk í at­vinnu­vega­nefnd Alþing­is í dag um Sam­herja­málið og var Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra kallaður fyr­ir nefnd­ina til þess að svara spurn­ing­um vegna máls­ins.

„Til að mynda er óljóst ná­kvæm­lega hvernig eigi að út­færa fyr­ir­hugað sam­starf við Mat­væla­stofn­un Sam­einuðu þjóðanna og sömu­leiðis er ým­is­legt líka óljóst varðandi það gagn­sæi sem boðað er. Mér finnst líka að það mættu vera skýr­ari lín­ur þegar kem­ur að hæfni ráðherra til þess að tak­ast á við þetta mál og halda utan um mál­efni Sam­herja,“ seg­ir Rósa Björk enn frem­ur. Ljóst sé að risa­vaxið verk­efni sé framund­an við að end­ur­heimta traust á starfs­hætti fyr­ir­tæk­is­ins og um leið grein­ar­inn­ar.

Frá fundi atvinnuveganefndar í dag.
Frá fundi at­vinnu­vega­nefnd­ar í dag. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

„Þetta er stórt verk­efni sem ég held að við meg­um ekki smætta held­ur þvert á móti vinna öt­ul­lega í því og þá verðum við að horf­ast í augu við það hvort viðkom­andi ráðherra sé hæf­ur til þess að halda utan um það verk­efni. Mér fannst hann per­sónu­lega vera frek­ar óljós með það á fundi nefnd­ar­inn­ar en hann þarf nátt­úru­lega að meta það sjálf­ur hvort hann sé hæf­ur til þess og það er líka eitt­hvað sem rík­is­stjórn­in þarf að gera.“

Ef­ins um að Kristján Þór sé rétti maður­inn í verkið

Sjálf seg­ist Rósa Björk hafa efa­semd­ir um að Kristján sé rétti maður­inn til þess að halda utan um það verk­efni. „Per­sónu­lega er ég ef­ins um það að hann með öll sín per­sónu­legu tengsl og alla sína sögu með Sam­herja hvort hann sé best til þess fall­inn að halda utan um þessa til­tekt og þessa upp­bygg­ingu trausts á viðskipta­hátt­um fyr­ir­tæk­is­ins.“ Mik­il­vægt sé að senda skýr skila­boð um að tekið verði á mál­inu með af­drátt­ar­laus­um hætti. Spurð hvernig Rósa Björk sjái fyr­ir sér fram­haldið seg­ir hún:

„Það var gott að fá þessi viðbrögð frá rík­is­stjórn­inni í gær. En ég myndi vilja sjá heild­stæða út­tekt á starfs­hátt­um og viðskipta­hátt­um Sam­herja. Þá yrði sú heild­stæða út­tekt líka gerð af hálfu yf­ir­valda því það mun taka tíma að bíða eft­ir lög­reglu­yf­ir­völd­um og ég tel að það liggi á því að stjórn­völd sýni að þau vilji fara í út­tekt á mál­inu. Það er síðan auðvitað Alþing­is líka að fylgj­ast með og sinna sínu aðhalds­hlut­verki sem því ber sam­kvæmt lög­um, bæði þing­menn og þing­nefnd­ir, og ég von­ast auðvitað til þess að við mun­um sinna því.“

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra. mbl.is/​Hari
mbl.is