192 milljarða útflutningur sjávarafurða á árinu

Útflutningsverðmæti sjávarafurða hefur hækkað talsvert milli ára.
Útflutningsverðmæti sjávarafurða hefur hækkað talsvert milli ára. mbl.is/Golli

Verð sjáv­ar­af­urða hef­ur hækkað tals­vert í er­lendri mynt á ár­inu. Þá hef­ur hækk­un­in verið um­fram hækk­un al­menns verðlags er­lend­is, að því er fram kem­ur í Hag­sjá hag­fræðideild­ar Lands­bank­ans. „Hækk­un­in á þriðja árs­fjórðungi nam 9,3% milli ára og er það mesta hækk­un á 12 mánaða grund­velli síðan á öðrum fjórðungi 2015, þegar verðið hækkaði um 13,3%.“

Bent er á að á fyrstu þrem­ur fjórðung­um árs­ins 2019 var verðið 8,2% hærra en á sama tíma­bili í fyrra en verðvísi­tala Mat­væla­stofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna á kjöti hækkaði aðeins um 2,5% á tíma­bil­inu.

Sé verðþróun skoðuð til lengri tíma „hef­ur verð ís­lenskra sjáv­ar­af­urða hækkað meira en heims­markaðsverð á kjöti. Þannig nem­ur hækk­un verðs á ís­lensk­um sjáv­ar­af­urðum um 50% frá ár­inu 2010 en verðhækk­un á kjöti nem­ur á sama tíma­bili 20%,“ seg­ir í Hag­sjánni.

Loðnan hækk­ar um 114%

Á fyrstu þrem­ur árs­fjórðung­um 2019 nam út­flutn­ings­verðmæti sjáv­ar­af­urða 192 millj­örðum króna borið sam­an við 171,6 millj­arða á sama tíma í fyrra. Þannig hafa út­flutn­ings­verðmæti auk­ist um 2,4 millj­arða milli ára eða því sem nem­ur 11,9%. Tel­ur hag­fræðideild Lands­bank­ans að aukn­ing­in skýrist að miklu leyti af lækk­un geng­is krón­unn­ar, en án geng­isáhrifa var aukn­ing út­flutn­ings­verðmæta aðeins 0,2%.

Loðna veidd við Vestmannaeyjar.
Loðna veidd við Vest­manna­eyj­ar. mbl.is/​RAX

Þá seg­ir í Hag­sjánni að aukn­ing­in sé lít­il þrátt fyr­ir verðhækk­un vegna loðnu­brests, enda urðu út­flutn­ings­verðmæti af loðnu 10,2 millj­örðum króna minni á tíma­bil­inu. Minna fram­boð af loðnu hef­ur haft tölu­verð áhrif á verðmæti henn­ar og hef­ur markaðsverð loðnu hækkað um 114% milli ára.

Það er ekki ein­göngu á Íslandi sem ekki hef­ur verið veidd loðna á síðasta fisk­veiðiári, held­ur er orðið ljóst að ekki verða loðnu­veiðar á Bar­ents­hafi á þessu fisk­veiðiári.

Mik­il verðhækk­un humars

„Næst­mesta hækk­un­in var í humri sem hækkaði um tæp 30%. Ekki er ólík­legt að verðhækk­un­ina megi að hluta rekja til minna fram­boðs af humri en veiðar voru 64% minni í tonn­um talið á fyrstu 9 mánuðum árs­ins borið sam­an við sama tíma­bil í fyrra,“ seg­ir í Hag­sjá Lands­bank­ans.

Þá er bent á að þriðja mesta hækk­un­in hafi verið í skar­kola, eða 20%, og að „verðhækk­un á lang­mik­il­væg­asta fiski­stofn­in­um, þorsk­in­um, nam 7,1% milli ára. Verð á ýsu hækkaði um 1%, ufsa um 4,6% og karfa 13,3%.“

Lítið hefur veiðst af humri.
Lítið hef­ur veiðst af humri. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son
mbl.is