Hafnar tengslum gróðurelda og loftslagsvár

00:00
00:00

Scott Morri­son, for­sæt­is­ráðherra Ástr­al­íu, hafnaði því al­farið í dag að stefna stjórn­ar hans í lofts­lags­mál­um hefði nokkuð að gera með mikla gróðurelda sem gert hafa Áströlum lífið leitt að und­an­förnu. Full­yrti Morri­son þess í stað að stjórn hans væri að gera al­veg nóg til að tak­ast á við lofts­lags­vána. 

Tug­ir nýrra elda kviknuðu í dag. Syd­ney, stærsta borg Ástr­al­íu, var um­vaf­in þykk­um reyk og var íbú­um í suðaust­ur­hluta lands­ins gert að yf­ir­gefa heim­ili sín og börn­um í Syd­ney að halda sig inn­an­dyra.

„Sú hug­mynd að Ástr­al­ar, sem bera ábyrgð á um 1,3% af út­blæstri jarðar, hafi með ein­hverj­um hætti áhrif á eld­ana hvort sem það er hér eða ann­ars staðar í heim­in­um stenst ekki trú­verðuga vís­inda­lega skoðun,“ sagði Morri­son í sam­tali við ABC, ástr­alska rík­is­út­varpið, og kvað Ástr­al­íu „vera að gera sitt“.

600 heim­ili orðið eld­um að bráð í New South Wales

Morri­son hef­ur und­an­farið sætt gagn­rýni fyr­ir að neita að ræða mögu­leg tengsl lofts­lags­vár­inn­ar og gróðureld­anna sem nú eru mun fyrr á ferðinni en vana­lega. Hef­ur for­sæt­is­ráðherr­ann verið hvatt­ur til að gera meira til að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda og hraða á skipt­um yfir í end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa.

AFP-frétta­veit­an seg­ir vís­inda­menn, fyrr­ver­andi slökkviliðsstjóra og íbúa sem hafa orðið fyr­ir áhrif­um af eld­un­um alla hafa nefnt tengsl auk­ins ofsa eld­anna og lofts­lags­vár­inn­ar.

Þurrk­ar, óvenju­mik­il hlý­indi og vind­ar hafa kynt und­ir eld­un­um og telja vís­inda­menn marga þess­ara þátta mega rekja til lofts­lags­breyt­inga. Sú umræða er hins veg­ar viðkvæm þar sem mikl­ar tekj­ur fást af náma­vinnslu í Ástr­al­íu.

Í dag loguðu eld­ar í öll­um fylkj­um Ástr­al­íu og voru íbú­ar áhættu­svæða í Victoria, þar sem 60 eld­ar loguðu, beðnir um að yf­ir­gefa heim­ili sín. Þá hafa rúm­lega 600 heim­ili orðið eld­un­um að bráð í New South Wales.

Ástr­al­ía er í hópi þeirra ríkja sem und­ir­rituðu Par­ís­arsátt­mál­ann og hétu þarlend stjórn­völd því að draga úr los­un um 26-28% fyr­ir árið 2030, en los­un­in held­ur hins veg­ar enn áfram að aukast.

mbl.is