Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu

Skipstjórinn er í varðhaldi lögreglunnar í Namibíu.
Skipstjórinn er í varðhaldi lögreglunnar í Namibíu. Mynd/Skjáskot

Íslensk­ur skip­stjóri hef­ur verið hand­tek­inn af lög­regl­unni í Namib­íu vegna gruns um ólög­leg­ar veiðar und­an strönd­um Namib­íu.

Skip­stjór­inn, Arn­grím­ur Brynj­ólfs­son, var leidd­ur fyr­ir dóm­ara í gær ásamt öðrum skip­stjóra sem einnig var hand­tek­inn.

Þetta kem­ur fram á vef Nami­bi­an Broa­dcasting Corporati­on (NBC).

Að sögn RÚV starfaði Arn­grím­ur um ára­bil hjá Sam­herja. 

Þrír til viðbót­ar hafa verið hand­tekn­ir grunaðir um ólög­leg­ar veiðar und­an strönd­um Namib­íu á und­an­förn­um tveim­ur mánuðum, að því er kem­ur fram á vefsíðunni.

Arn­grím­ur var einn af skip­stjór­um frysti­tog­ar­ans Bald­vins Þor­steins­son­ar EA í þau tíu ár sem skipið var í eigu Sam­herja.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina