Svona heldur Sunneva Einars rassinum stinnum

Sunneva Eir Einarsdóttir.
Sunneva Eir Einarsdóttir. Ljósmynd/Ófeigur Lárusson

Áhrifa­vald­ur­inn Sunn­eva Ein­ars­dótt­ir er í gríðargóðu formi og hugs­ar vel um heils­una. Hún sýn­ir reglu­lega frá rækt­ar­ferðum sín­um og gef­ur oft góð æf­ingaráð. Sunn­eva er þekkt fyr­ir sinn stælta rass og tek­ur reglu­lega æf­ing­ar sem styrkja rass­inn og fót­legg­ina.

Smart­land tók sam­an helstu æf­ing­arn­ar sem Sunn­eva ger­ir til þess að að halda rass­in­um stinn­um. Sunn­eva held­ur end­ur­tekn­inga­fjöld­an­um háum í hverju skipti og sett­un­um fáum. Þar af leiðandi tek­ur hún oft létt­ari þyngd­ir.

Hip thrusts.
Hip thrusts. Skjá­skot/​In­sta­gram

„Hip thrusts“ virðast vera í upp­á­haldi hjá Sunn­evu og ger­ir hún mikið af þeim, bæði í tækj­um og með stöng. Lyk­il­atriðið virðist að hafa nógu þungt, en hún tek­ur oft á bil­inu 70-100 kíló. Mjaðma­lyft­urn­ar eru und­an­tekn­ing frá end­ur­tekn­ing­a­regl­unni, þar tek­ur Sunn­eva þyngra og tek­ur færri end­ur­tekn­ing­ar.

Kick backs.
Kick backs. Skjá­skot/​In­sta­gram

„Kick backs“ eða aft­ur­spark á fjór­um fót­um er önn­ur æf­ing sem Sunn­eva ger­ir mikið af. Hún ger­ir þær bæði með teygju eða í tæki með mót­spyrnu.

Bulgarian split squat.
Bulgari­an split squat. Skjá­skot/​In­sta­gram

Sunn­eva ger­ir einnig reglu­lega mikið af hné­beygj­um í alls kon­ar út­gáf­um. Hún ger­ir án lóða, með lóðum eða stend­ur gleitt í „sumo“-stöðu. Einnig ger­ir hún „bulgari­an split squat“ þar sem ann­ar fót­ur­inn hvíl­ir á bekk eða kassa.

Rassæfing í boði Sunnevu Einars.
Rassæfing í boði Sunn­evu Ein­ars. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is