Þorsteinn Már hættir í stjórn Nergård

Þorsteinn Már Baldvinsson hefur sagt sig úr stjórn norskrar stórútgerðar, …
Þorsteinn Már Baldvinsson hefur sagt sig úr stjórn norskrar stórútgerðar, Nergård, sem Samherji á 40% hlut í. mbl.is/​Hari

Þorsteinn Már Baldvinsson hefur sagt sig úr stjórn Nergård, norsks útgerðarfyrirtækis. Samherji á 40% hlut í Nergård sem er eitt stærsta sjávarútvegsfélag Noregs.

Sonur Þorsteins, Baldvin Þorsteinsson, mun áfram sitja í stjórninni, að því er fram kemur á norskra viðskiptamiðlinum E24. Haft er eftir Tommy Torvanger, forstjóra Nergård, að engar breytingar verði gerðar á stjórninni. Stjórnarmenn verði fjórir í stað fimm með brotthvarfi Þorsteins. 

Auk þess að hafa vikið tímabundið sem forstjóri Samherja hefur Þorsteinn sagt sig úr ýmsum stjórnum, til að mynda stjórn Framherja í Færeyjum og stjórn Síldarvinnslunnar, eftir að greint var frá starfs­háttum Samherja fé­lags­ins í Namib­íu og meintra mútu­greiðslna. 

mbl.is