Þorsteinn Már hættir í stjórn Nergård

Þorsteinn Már Baldvinsson hefur sagt sig úr stjórn norskrar stórútgerðar, …
Þorsteinn Már Baldvinsson hefur sagt sig úr stjórn norskrar stórútgerðar, Nergård, sem Samherji á 40% hlut í. mbl.is/​Hari

Þor­steinn Már Bald­vins­son hef­ur sagt sig úr stjórn Nergård, norsks út­gerðarfyr­ir­tæk­is. Sam­herji á 40% hlut í Nergård sem er eitt stærsta sjáv­ar­út­vegs­fé­lag Nor­egs.

Son­ur Þor­steins, Bald­vin Þor­steins­son, mun áfram sitja í stjórn­inni, að því er fram kem­ur á norskra viðskiptamiðlin­um E24. Haft er eft­ir Tommy Tor­van­ger, for­stjóra Nergård, að eng­ar breyt­ing­ar verði gerðar á stjórn­inni. Stjórn­ar­menn verði fjór­ir í stað fimm með brott­hvarfi Þor­steins. 

Auk þess að hafa vikið tíma­bundið sem for­stjóri Sam­herja hef­ur Þor­steinn sagt sig úr ýms­um stjórn­um, til að mynda stjórn Fram­herja í Fær­eyj­um og stjórn Síld­ar­vinnsl­unn­ar, eft­ir að greint var frá starfs­hátt­um Sam­herja fé­lags­ins í Namib­íu og meintra mútu­greiðslna. 

mbl.is