Fyrrverandi ráðherra í Namibíu handtekinn

Bern­h­ar­dt Esau, fyrrverandi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Namib­íu,
Bern­h­ar­dt Esau, fyrrverandi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Namib­íu, Ljósmynd/Sjávarútvegsráðuneyti Namibíu

Bern­h­ard Esau, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Namib­íu, og Rich­ar­do Gusta­vo, sem kem­ur fyr­ir í skjöl­um Wiki­leaks í tengsl­um við meint­ar mút­ur Sam­herja til ráðamanna í Namib­íu, hafa verið hand­tekn­ir.

Frá þessu er greint í fjöl­miðlum í Namib­íu.

Esau og Gusta­vo sögðu báðir upp störf­um í kjöl­far um­fjöll­un­ar Kveiks um spill­ing­ar­mál tengd fisk­veiðiheim­ild­um og Sam­herja.

Lög­reglu­stjór­inn Sebastian Ndeit­unga staðfesti hand­tök­una.

Sam­kvæmt fjöl­miðlum í Namib­íu leit­ar lög­regl­an þriggja annarra manna en ekki kem­ur fram hverj­ir það eru og Ndeit­unga tjá­ir sig ekki um það.

mbl.is