„Lýðræði ekki auðræði“

Frá mótmælafundinum á Austurvelli í dag.
Frá mótmælafundinum á Austurvelli í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjöl­mennt var á mót­mæla­fundi sem hald­inn var á Aust­ur­velli í dag. Ljóst var að mik­il reiði væri á meðal mót­mæl­enda vegna Sam­herja­máls­ins svo­kallaða, en á meðal krafna mót­mæl­enda var að Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra segði af sér. Katrín Odds­dótt­ir fund­ar­stjóri sagði um fjög­ur þúsund manns á fund­in­um.

Stjórn­ar­skrár­fé­lagið, Efl­ing stétt­ar­fé­lag, Öryrkja­banda­lagið, Sam­tök kvenna um nýja stjórn­ar­skrá, Gegn­sæi, sam­tök gegn spill­ingu, og hóp­ur al­mennra borg­ara og fé­laga­sam­taka stóðu að baki fund­in­um. Ákall eft­ir nýrri stjórn­ar­skrá var áber­andi í ávörp­um ræðumanna. Nokkr­ir þeirra mót­mæl­enda sem blaðamaður mbl.is ræddi við sögðu að þjóðin krefj­ist nú þeirr­ar stjórn­ar­skrár sem samþykkt var í ráðgef­andi þjóðar­at­kvæðagreiðslu árið 2012 og að rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ir ætti að segja af sér að öðrum kosti.

Kröf­ur mót­mæl­enda voru þríþætt­ar en auk þess sem þess var kraf­ist að sjáv­ar­út­vegs­ráðherra segði af sér kröfðust mót­mæl­end­ur þess í öðru lagi að Alþingi lög­festi nýja og end­ur­skoðaða stjórn­ar­skrá og í þriðja lagi að arður af nýt­ingu sam­eig­in­legra auðlinda lands­manna renni í sjóði al­menn­ings.

Hljómsveitin HATARI tróð upp í lok mótmælafundarins.
Hljóm­sveit­in HAT­ARI tróð upp í lok mót­mæla­fund­ar­ins. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, sendi skýr skila­boð með ræðu sinni, en auk henn­ar ávörpuðu Atli Þór Fann­dal blaðamaður, Þórður Már Jóns­son lögmaður og Auður Anna Magnús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar, fund­ar­gesti.

„Kæru fé­lag­ar, kæra fólk. Þetta er slag­ur, slag­ur um grund­vall­ar­gerð sam­fé­lags­ins. Slag­ur um hver fær að reikna og hvaða formúl­ur eru notaðar. Slag­ur um það fyr­ir hverja er stjórnað. Slag­ur um það hverju megi fórna; lífs­gæðum fjöld­ans fyr­ir græðgi fárra eða græðgi fárra fyr­ir lífs­gæði fjöld­ans,“ sagði Sól­veig í ræðu sinni.

„Lýðræði ekki auðræði. Við sætt­um okk­ur ekki við að niðurstaða hins fjár­hags­lega út­reikn­ings sé að sí­fellt meira af auðæfum sam­fé­lags­ins renni til nokk­urra manna og af­kom­enda þeirra.

Sólveig Anna Jónsdóttir á mótmælafundinum á Austurvelli.
Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir á mót­mæla­fund­in­um á Aust­ur­velli. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Lýðræði ekki auðræði. Við sætt­um okk­ur ekki við að tug­um millj­arða sé stolið úr sam­fé­lag­inu á hverju ári og þeir send­ir í skatta­skjól svo að fólk með skerta siðferðis­kennd geti haldið áfram að næra pen­inga­blætið sitt. Við sætt­um okk­ur ekki við áfram­hald­andi yf­ir­ráð auðvalds­ins yfir til­veru okk­ar og barn­anna okk­ar,“ sagði Sól­veig við mik­inn fögnuð viðstaddra.

„Kæru fé­lag­ar, kæra fólk. 1.534 fé­lags­menn Efl­ing­ar, verka­fólk, þurfa að vinna í heilt ár, fulla vinnu, til að fá jafn mikið og einn maður, Þor­steinn Már, fékk á einu ári. Einn maður, einn maður, skipt­ir meira máli en all­ar þess­ar vinn­andi hend­ur, all­ar þess­ar strit­andi hend­ur vinnu­afls­ins sem búa til arðinn, en eiga svo að sætta sig við að fá aðeins út­hlutað brauðmol­um af hlaðborðinu,“ sagði Sól­veig. 

Katrín Oddsdóttir fundarstjóri á mótmælafundinum í dag.
Katrín Odds­dótt­ir fund­ar­stjóri á mót­mæla­fund­in­um í dag. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Eiga sætta sig við að mæta aðeins á nokk­urra ára fresti til þess að sníkja auðmjúk nokkra þúsund­kalla í viðbót í samn­ingaviðræðum við al­gjör­lega for­hert fólk. „Vin­sam­leg­ast sjáið þið nú hvernig við bukt­um okk­ur og beygj­um. Vin­sam­leg­ast mætti ég fá aðeins meira?“ Lýðræði ekki auðræði, ég hafna þess­um leik­regl­um. Ég hafna því að þetta sé niðurstaðan í sam­fé­lag­inu okk­ar. Ég hafna öllu þessu mann­fjand­sam­lega og fá­rán­lega bulli á hverj­um ein­asta degi all­an árs­ins hring. Kæru fé­lag­ar, ég er glöð að fá að hafna með ykk­ur hér, hátt og snjallt, yf­ir­ráðum auðvalds­ins yfir til­veru okk­ar, yfir sam­fé­lag­inu okk­ar,“ sagði Sól­veig í lok ræðu sinn­ar og upp­skar mikið lófa­tak. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina