Vilja ræða við Samherjamenn og samvinnu við yfirvöld

Paulus Noa, framkvæmdastjóri ACC, spillingarlögreglu Namibíu, segist vilja ná tali …
Paulus Noa, framkvæmdastjóri ACC, spillingarlögreglu Namibíu, segist vilja ná tali af eigendum Samherja á næstunni. Þorsteinn Már Baldvinsson, einn af eigendnum Samherja sem nýlega hætti tímabundið sem forstjóri, er hér fremstur á myndinni. mbl.is/​Hari

Þre­menn­ing­arn­ir sem ACC, spill­ing­ar­lög­regl­an í Namib­íu, leit­ar enn að eft­ir að Bern­h­ard Esau, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra lands­ins, var hand­tek­inn í dag, eru há­karl­arn­ir þrír svo­kölluðu, en þeir mynduðu ásamt Esau kjarn­ann í hópi þeirra valda­manna sem talið er að hafi tekið við mútu­greiðslum frá Sam­herja fyr­ir ódýrt aðgengi að hrossamakríl. Þetta sagði Paul­us Noa, fram­kvæmda­stjóri ACC, í kvöld­frétt­um RÚV.

Há­karl­arn­ir þrír eru þeir James Hatuikulipi, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður rík­is­út­gerðarfé­lags­ins Fis­hcor, Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra Namib­íu, og Tam­son Hatuikulipi, tengda­son­ur Esau og náfrændi James.

James Hatuikulipi hefur sagt af sér stjórnarformennsku í Fischor, ríkisreknu …
James Hatuikulipi hef­ur sagt af sér stjórn­ar­for­mennsku í Fischor, rík­is­reknu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki Namib­íu. Ljós­mynd af vef Sea­flower

Þá kom einnig fram í máli Noa á RÚV að sam­kvæmt vís­bend­ing­um lög­regl­unn­ar séu tveir þeirra sem leitað er að enn í land­inu. Í síðustu viku greindi namib­íski miðill­inn The Nami­bi­an frá því að þeir Tam­son Hatuikulipi og Sacky Shang­hala hafi ný­verið farið til Höfðaborg­ar í Suður-Afr­íku og ekki snúið aft­ur til Namib­íu. Noa sagði við RÚV að hand­taka mann­anna væri óumflýj­an­leg. Eign­ir þeirra voru fryst­ar í síðustu viku vegna rann­sókn­ar­inn­ar.

Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu (t.v.), ásamt Jóhannesi Stefánssyni, uppljóstrara …
Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra Namib­íu (t.v.), ásamt Jó­hann­esi Stef­áns­syni, upp­ljóstr­ara og þáver­andi starfs­manni Sam­herja, árið 2014. Ljós­mynd/​Wiki­leaks

Vonaðist Noa einnig eft­ir góðri sam­vinnu við ís­lensk stjórn­völd við rann­sókn­ina og að ná tali af eig­end­um Sam­herja, eða starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins sem gætu aðstoðað við rann­sókn­ina.

Bern­h­ar­dt Esau, fyrrverandi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Namib­íu.
Bern­h­ar­dt Esau, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Namib­íu. Ljós­mynd/​Sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyti Namib­íu
mbl.is