Tekist á um varðhald yfir Esau

Bern­h­ar­dt Esau, fyrrverandi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Namib­íu,
Bern­h­ar­dt Esau, fyrrverandi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Namib­íu, Ljósmynd/Sjávarútvegsráðuneyti Namibíu

Lög­menn Bern­h­ard Esau, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Namib­íu sem sagði af sér í síðustu viku eft­ir að Sam­herja­málið komst í há­mæli, og lög­menn ACC, spill­ing­ar­lög­reglu Namib­íu tók­ust á fyr­ir dóm­ara í dag um varðhald sem Esau var hneppt­ur í í gær.

Óskuðu lög­menn stofn­un­ar­inn­ar eft­ir fresti til miðviku­dags til að skila gögn­um í tengsl­um við kröfu Esau um að vera sleppt úr haldi. Sam­kvæmt frá­sögn namib­íska miðils­ins The Nami­bi­an á Twitter féllst dóm­ar­inn á beiðni lög­manna stofn­un­ar­inn­ar að hluta og var rétt­ar­höld­un­um frestað til þriðju­dags.

Esau er einn þeirra fjög­urra sem voru of­ar­lega í valda­kerf­inu í Namib­íu og eru sagðir tengj­ast mútu­greiðslum. Leit­ar lög­regl­an nú hinna þriggja, en þeir hafa verið þekkt­ir sem há­karl­arn­ir.

Há­karl­arn­ir þrír eru þeir James Hatuikulipi, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður rík­is­út­gerðarfé­lags­ins Fis­hcor, Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra Namib­íu, og Tam­son Hatuikulipi, tengda­son­ur Esau og náfrændi James.

Upp­fært: Í upp­haf­legri frétt var sagt að ACC hefði fengið frest til miðviku­dags. Hið rétta er að frest­ur var veitt­ur til þriðju­dags.

mbl.is