Heinaste enn við bryggju í Walvis Bay

Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja.
Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja. mbl.is/​Hari

Tog­ar­inn Heina­ste er enn við bryggju í Wal­vis Bay í Na­míb­íu. Á föstu­dag var greint frá því að tog­ar­inn, sem er í hluta­eigu Sam­herja í gegn­um dótt­ur­fé­lagið Esja Hold­ing, hefði verið kyrr­sett­ur með dóms­úrsk­urði. Björgólf­ur Jó­hanns­son, starf­andi for­stjóri Sam­herja, seg­ir að ef til vill sé of sterkt til orða tekið að tala um kyrr­setn­ingu.

„Kyrr­sett­ur er nú kannski of­mælt, hefði ég haldið, en þeir vildu kom­ast yfir ákveðin sigl­inga­skjöl og það er það sem þeir eru að skoða, eft­ir því sem ég best veit, en málið er í far­vegi hjá lög­mönn­um þar niður frá. Þeir fóru um borð og skoðuðu ein­hver sigl­inga­skjöl og eru ör­ugg­lega að rann­saka þau. Ég veit ekki meira og veit ekki til þess að hann sé kyrr­sett­ur að öðru leyti,“ seg­ir Björgólf­ur í sam­tali við mbl.is.

Ekki þægi­leg staða að vera í

Arn­grím­ur Brynj­ólfs­son skip­stjóri tog­ar­ans var hand­tek­inn í síðustu viku vegna meintra ólög­legra veiða á grynn­ing­um og sæt­ir far­banni þar til mál hans verður tekið fyr­ir. Björgólf­ur seg­ist hafa heyrt í hon­um í gær og seg­ir að hann hafi það gott eft­ir at­vik­um, eins og sagt sé á lækna­máli.

„En þetta er auðvitað ekki þægi­leg staða að vera í, það gef­ur auga­leið. Það er verið að vinna í því máli sem og Heina­ste-mál­inu í dag og ég veit ekki hvort það kem­ur eitt­hvað út úr því í dag eða á morg­un, það verður bara að koma í ljós.“

Arn­grím­ur sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu til fjöl­miðla eft­ir að hon­um var sleppt úr haldi í síðustu viku þar sem fram kom að á 49 ára ferli hans til sjós hefði hann aldrei verið sakaður um að brjóta af sér á neinn hátt og að það væru „mik­il von­brigði“ fyr­ir hann að vera sakaður um þessi brot, þar sem veiðiferðin átti að verða hans síðasta á ferl­in­um.

Togarinn Heinaste er enn við bryggju í Walvis Bay í …
Tog­ar­inn Heina­ste er enn við bryggju í Wal­vis Bay í Namib­íu.
mbl.is