Sökuðu fjármálaráðherra um lögbrot

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert

„Fyr­ir því er eng­inn fót­ur, ekki nokk­ur ein­asti fót­ur,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra á Alþingi í dag þar sem hann gagn­rýndi þing­menn úr röðum stjórn­ar­and­stæðinga harðleg fyr­ir að hafa sakað sig um lög­brot.

Málið sner­ist um svar Bjarna við fyr­ir­spurn frá Ágústi Ólafi Ágústs­syni, þing­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hvar Ágúst gagn­rýndi ráðherr­ann fyr­ir að veita ekki meira fé til héraðssak­sókn­ara og skatt­rann­sókn­ar­stjóra í fjár­laga­frum­varpi næsta árs vegna rann­sókn­ar á Sam­herja­mál­inu. Bjarni sagði ekk­ert liggja fyr­ir um að embætt­in væru ekki nægj­an­lega fjár­mögnuð. Hins veg­ar væru til vara­sjóðir vegna ein­stakra mála­flokka og auk þess al­menn­ur vara­sjóður sem grípa mætti til ef ekki væru önn­ur úrræði.

Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar sökuðu Bjarna um lög­brot fyr­ir að leggja að til að hægt yrði að nota al­menna vara­sjóðinn við um­rædd­ar aðstæður. Ráðherr­ann sagði það hins veg­ar ekki standa til held­ur hefði hann fyrst og fremst verið að vísa í vara­sjóði tengda ein­stök­um mála­flokk­um sem ráðherr­ar gætu fært á milli mála­flokka. Vísaði hann al­farið á bug ásök­un­um um lög­brot og hvatti for­seta þings­ins til þess að víta þing­menn fyr­ir það.

„Póli­tísk tæki­færis­mennska“

„Það er auðvitað ekk­ert annað en póli­tísk tæki­færis­mennska sem birt­ist okk­ur hér í þingsal þegar menn fara fram með þeim hætti að segja rík­is­stjórn­ina, fjár­málaráðherr­ann, ætla að fjár­svelta stofn­an­ir þegar við höf­um margít­rekað sagt að við höf­um tekið er­ind­in til al­var­legr­ar at­hug­un­ar, við höf­um tryggt fjár­mögn­un fyr­ir skatt­rann­sókn­ar­stjóra og rík­is­skatt­stjóra ná­kvæm­lega í sam­ræmi við það sem um var beðið og að beiðni héraðssak­sókn­ara sé í eðli­leg­um far­vegi,“ sagði ráðherr­ann.

Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar komu hverj­ir á fæt­ur öðrum upp í pontu og gagn­rýndu Bjarna fyr­ir um­mæli hans um notk­un vara­sjóða og fór svo að lok­um að Bjarni yf­ir­gaf þingsal­inn. Tals­vert var um frammíköll á báða bóga og sögðu stjórn­ar­liðar að umræðan, sem fór fram und­ir liðnum fund­ar­stjórn for­seta, væri til skamm­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina