Ættum að taka Namibíu til fyrirmyndar

Undir störfum þingsins sagði Þórhildur Sunna Samherjamálið hafa dregið dilk …
Undir störfum þingsins sagði Þórhildur Sunna Samherjamálið hafa dregið dilk á eftir sér í Namibíu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þingmaður Pírata, seg­ir Ísland eiga að taka Namib­íu sér til fyr­ir­mynd­ar í stað þess að tala landið niður, eins og nokkr­um hátt­virt­um þing­mönn­um og ráðherr­um hafi orðið á að gera.

Und­ir störf­um þings­ins sagði Þór­hild­ur Sunna Sam­herja­málið hafa dregið dilk á eft­ir sér, ráðherr­ar sagt af sér og jafn­vel verið hand­tekn­ir og málið sé í rann­sókn hjá sér­stakri spill­ing­ar­lög­reglu, sem njóti liðsinn­is upp­ljóstr­ara sem séu verndaðir með sér­stök­um lög­um.

„Hér er ég ekki að tala um Íslandi, virðuleg­ur for­seti, held­ur Namib­íu, sem sum­ir vilja af­greiða sem vanþróað og blá­fá­tækt þró­un­ar­ríki. Namibía er þó ljós­ár­um á und­an okk­ur í laga­leg­um og stofnana­leg­um vörn­um gegn spill­ingu.“

mbl.is