Hákarlarnir tilbúnir að gefa sig fram

James Hatuikulipi hefur sagt af sér stjórnarformennsku í Fischor, ríkisreknu …
James Hatuikulipi hefur sagt af sér stjórnarformennsku í Fischor, ríkisreknu sjávarútvegsfyrirtæki Namibíu. Hann er einn hákarlanna þriggja. Ljósmynd af vef Seaflower

Þre­menn­ing­arn­ir sem jafn­an hafa verið kallaðir há­karl­arn­ir í tengsl­um við mál Sam­herja í Namib­íu eru til­bún­ir að gefa sig fram við lög­reglu. Munu tveir þeirra koma frá Suður-Afr­íku í dag. Sam­kvæmt bréfi lög­manns þeirra til ACC, spill­ing­ar­lög­regl­unn­ar í Namib­íu, eru menn­irn­ir ekki í fel­um og segj­ast til­bún­ir til sam­starfs. Þetta kem­ur fram í frétt namib­íska miðils­ins New era live.

Há­karl­arn­ir þrír eru þeir James Hatuikulipi, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður rík­is­út­gerðarfé­lags­ins Fis­hcor, Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra Namib­íu, og Tam­son Hatuikulipi, tengda­son­ur Bern­h­ard Esau, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Namib­íu, og náfrændi James.

Fram kem­ur í frétt­inni að í Shang­hala og James Hatuikulipi hafi verið í Suður-Afr­íku þegar málið fór á flug, en þeir ætli að koma til baka til Namib­íu í dag. Þá kem­ur fram að lög­regl­an hafi ekki gert nein­ar til­raun­ir til að nálg­ast eða setja sig í sam­band við Tam­son Hatuikulipi.

Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu (t.v.), ásamt Jóhannesi Stefánssyni, uppljóstrara …
Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra Namib­íu (t.v.), ásamt Jó­hann­esi Stef­áns­syni, upp­ljóstr­ara og þáver­andi starfs­manni Sam­herja, árið 2014. Ljós­mynd/​Wiki­leaks
mbl.is