Kvikasilfurmengun ógnar lífríkinu

Af vef Amnesty International í Kanada

Ji­anne Turtle er 13 ára Anis­hinaabe-frum­byggi í sam­fé­lag­inu Grassy Narrows í Ont­ario í Kan­ada sem berst fyr­ir betri framtíð ásamt öðrum ung­menn­um í sam­fé­lag­inu. Hún seg­ir að stjórn­völd hafi rætt mál­in mikið en ekki gripið til neinna aðgerða.

Íbúar Grassy Narrows-sam­fé­lags­ins urðu illa fyr­ir barðinu á kvikasilf­ur­eitrun eft­ir að stjórn­völd á 7. ára­tugn­um leyfðu verk­smiðju að losa 10 tonn af úr­gangi út í ána á svæðinu. Skað­legra áhrifa þess gæt­ir enn í dag, seg­ir í bréfi til stjórn­valda í Kan­ada frá Am­nesty In­ternati­onal. Á vef Íslands­deild­ar Am­nesty er fólk hvatt til að skrifa und­ir bréfið og krefja stjórn­völd í Kan­ada um að vernda heilsu Grassy Narrows-sam­fé­lags­ins.

Af vef Am­nesty In­ternati­onal í Kan­ada

„Fisk­veiðar eru mik­il­væg­ur þátt­ur í lífi sam­fé­lags­ins. Í rúm fimm­tíu ár hef­ur kvikasilf­ur mengað fisk­inn sem ger­ir hann hættu­leg­an til mann­eld­is. Ástandið á svæðinu hef­ur haft slæm áhrif á heilsu íbúa Grassy Narrows og grafið und­an arf­leifð þeirra og menn­ingu. Stjórn­völd hafa lítið gert til að bæta úr ástand­inu þrátt fyr­ir að um sé að ræða eitt al­var­leg­asta heil­brigð­ismál lands­ins. Árið 2017 lofuðu stjórn­völd að tak­ast á við vand­ann „í eitt skipti fyr­ir öll“. Til að standa við það þarf að hreinsa ána, veita sér­hæfða heil­brigð­is­þjón­ustu og greiða sam­fé­lag­inu skaða­bæt­ur.

Ung­menni Grassy Narrows-sam­fé­lags­ins gef­ast ekki upp fyrr en stjórn­völd standa við lof­orð sín. Kan­ada verður að bæta það sem kvikasilfrið hef­ur rænt íbúa Grassy Narrows,“ seg­ir á vef Am­nesty. 

Á hverju ári í kring­um alþjóðlega mann­rétt­inda­dag­inn 10. des­em­ber safn­ast millj­ón­ir bréfa, korta, SMS-ákalla og und­ir­skrifta í gegn­um alþjóðlegu mann­rétt­inda­sam­tök­in Am­nesty In­ternati­onal þar sem skorað er á stjórn­völd að gera um­bæt­ur í mann­rétt­inda­mál­um.

„Þessi ein­staki sam­stöðumátt­ur skil­ar raun­veru­leg­um breyt­ing­um í lífi þeirra sem minnst mega sín. Á hverju ári eru sam­viskufang­ar leyst­ir úr haldi, fang­ar hljóta mannúðlegri meðferð, þolend­ur pynd­inga sjá rétt­læt­inu full­nægt, fang­ar á dauðadeild eru náðaðir eða ómannúðlegri lög­gjöf breytt,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Am­nesty á Íslandi.

Hér er hægt að lesa um mál­in og skrifa und­ir

Am­nesty In­ternati­onal
mbl.is