Mikil eyðilegging á landi Russell Crowe

Mynd af húsi á landareign Crowe. Mikil eyðilegging er á …
Mynd af húsi á landareign Crowe. Mikil eyðilegging er á svæðinu. Skjáskot/Instagram

Mik­il eyðilegg­ing hef­ur orðið á landi leik­ar­ans Rus­sel Crowe í Nýju Suður-Wales í Ástr­al­íu. Mikl­ir skógar­eld­ar hafa geisað í Ástr­al­íu á síðustu vik­um. Leik­ar­inn sýndi frá eyðilegg­ing­unni á Twitter. 

Crowe er frá Nýja-Sjálandi en hef­ur búið í Ástr­al­íu stór­an hluta af ævi sinni. Hann á um 400 hekt­ara land í aust­ur­hluta Ástr­al­íu. Mikl­ir skóg­ar eru á land­ar­eign hans og eru skóg­arn­ir illa leikn­ir eft­ir eld­ana. 

Crowe sýndi mynd­band þar sem hann og fé­lag­ar hans voru að reyna að kom­ast um landið og meta ástandið. Fjöldi trjáa hafði fallið á slóðann en Crowe og fé­lag­ar komust í gegn með því að saga trén með keðju­sög. 

„Eld­ur­inn log­ar enn, það rýk­ur úr trjá­bút­um alls staðar. Kom­umst hálfa leið þangað sem við vor­um að reyna að kom­ast, ætl­um að reyna aft­ur á morg­un þegar það er kald­ara,“ skrifaði Crowe við mynd­band sem hann deildi á Twitter. Á mynd­bönd­un­um sem Crowe hef­ur birt síðustu daga sjást áhrif eld­anna vel. 



mbl.is