Rekinn fyrir að ræða Samherjaskjölin

Vita Angula var lausapenni hjá Namibia Press Agency.
Vita Angula var lausapenni hjá Namibia Press Agency.

Namib­ísk­ur blaðamaður hef­ur verið rek­inn frá rík­is­frétta­veit­unni þar í landi, eft­ir að hann tók þátt í umræðum um Sam­herja­skjöl­in í spjallþætti í sjón­varpi. Greint er frá þessu á frétta­vef The Nami­bi­an.

Blaðamaður­inn, Vita Angula, starfaði sem lausapenni hjá Nami­bia Press Agency (NAMPA) sem stofnuð var með lög­um af namib­íska þing­inu árið 1992.

Í sam­tali við The Nami­bi­an seg­ist blaðamaður­inn undr­andi á upp­sögn­inni og hyggst hann mót­mæla henni með liðsinni lög­fræðinga. Angula seg­ist reglu­lega fá boð um að mæta í umræðuþætti á sjón­varps­stöðinni One Africa og að mæta og ræða um Sam­herja­skjöl­in hafi ekki verið neitt frá­brugðið fyrri skipt­um.

„Ég reyndi að vera hlut­læg­ur með skoðanir mín­ar á mál­inu,“ sagði Angula, sem seg­ist þó hafa kallað hlut­ina sínu rétta nafni og talað um það fram­ferði sem lýst er í skjöl­un­um sem spill­ingu. Það gæti að hans mati hafa komið Hage Geingob for­seta lands­ins illa, vegna tengsla hans við þá sem fjallað er um í Sam­herja­skjöl­un­um.

Í upp­sagn­ar­bréfi sem vitnað er til í frétt The Nami­bi­an seg­ir yf­ir­boðari Angula að blaðamaður­inn hafi tekið þátt í umræðuþætt­in­um og rætt þar „mjög um­deilt“ mál­efni án leyf­is frá frétta­stjóra eða hon­um sjálf­um. „Ég hef líka varað þig nokkr­um sinn­um áður við því að taka þátt í slík­um op­in­ber­um umræðum vegna tengsla þinna við NAMPA,“ seg­ir í upp­sagn­ar­bréf­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina