Samherjafólk komið með lögmenn

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fjórir forystumenn Samherja ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot.

Samherjamálið er á borði skatt­rann­sókn­arstjóra og rík­is­skatt­stjóra. Rík­is­stjórnin hef­ur ákveðið að stofnanirnar geti bætt við sig mannafla til að sinna verk­efn­unum.

„Það er rétt að hafa í huga að hvorki félagið né einhverjir einstaklingar hafa opinbera réttarstöðu grunaðs manns í málinu. Enn hefur enginn verið kallaður til skýrslutöku,“ segir Garðar G. Gíslason hjá IUS lögmannsstofu sem mun verja Samherja.

Um er að ræða Örnu Bryndísi Baldvins McClure, Egil Helga Árnason, Jón Óttar Ólafsson og starfsmann sem starfaði á vegum Samherja erlendis um árabil. Líklegt þykir að það sé Ingvar Júlíusson, fjármálastjóri Samherja á Kýpur, eða Ingólfur Pétursson, fyrrverandi fjármálastjóri í Afríku. Þorsteinn Már hefur aftur á móti ekki ráðið sér lögmann og ekki er vitað hvort Aðalsteinn Helgason hafi ráðið lögmann, samkvæmt frétt Fréttablaðsins.

mbl.is