Dómsmálaráðherrann handtekinn

Sacky Shanghala, fráfarandi dómsmálaráðherra Namibíu (t.v.), ásamt Jóhannesi Stefánssyni, uppljóstrara …
Sacky Shanghala, fráfarandi dómsmálaráðherra Namibíu (t.v.), ásamt Jóhannesi Stefánssyni, uppljóstrara og þáverandi starfsmanni Samherja, árið 2014. Ljósmynd/Wikileaks

Fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra Namib­íu, Sacky Shang­hala, og James Hatuikulipi, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður rík­is­út­gerðarfé­lags­ins Fis­hcor, voru hand­tekn­ir á búg­arði sín­um klukk­an 6 í morg­un. 

Fram­kvæmda­stjóri rann­sókn­ar á spill­ing­ar­mál­um í Namib­íu, Paul­us Noa, staðfest­ir hand­töku mann­anna tveggja í sam­tali við The Nami­bi­an. Hann seg­ir að frek­ari upp­lýs­ing­ar um málið verði veitt­ar síðar. 

Hand­tök­urn­ar tengj­ast frétt­um af Fis­hrot-hneykslis­mál­inu en þar er Sam­herji sakaður um að hafa greitt mút­ur til namib­ískra emb­ætt­is­manna. 

Auk tví­menn­ing­anna teng­ist fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra lands­ins, Ben­h­ar­dt Esau, mál­inu, tengda­son­ur Esau, Tam­son „Fitty“ Hatuikulipi og sjóðstjór­inn Ricar­do Gusta­vo.

mbl.is