Engin tilviljun að Samherji valdi DNB

Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu.
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu. Skjáskot/Kveikur

Gott orðspor Nor­egs á alþjóðavísu er ástæða þess að Sam­herji valdi að vera í viðskipt­um við norska bank­ann DNB vegna um­svifa sinna í Namib­íu. Þetta seg­ir Jó­hann­es Stef­áns­son, fyrr­ver­andi starfsmaður Sam­herja í Namib­íu, sem steig fram í fjöl­miðlum og lýsti meint­um brot­um fyr­ir­tæk­is­ins og kom mikl­um fjölda gagna um starf­semi Sam­herja í Namib­íu til upp­ljóstr­un­ar­síðunn­ar Wiki­Leaks.

Jó­hann­es læt­ur þessi orð falla í viðtali við norska dag­blaðið Af­ten­posten. Þar seg­ist hann reiðubú­inn til að taka út sína refs­ingu fyr­ir sinn þátt í meint­um brot­um. „En núna sef ég vel á næt­urn­ar,“ seg­ir hann.

„Ein­kenni­legt“ að spyrja ekki fleiri spurn­inga

Hann seg­ir í viðtal­inu að norsk­ir banka­reikn­ing­ar hafi verið snjöll leið til að stunda pen­ingaþvætti. „Þegar fé er komið inn í norska banka­kerfið er færri spurn­inga spurt þegar verið er að færa fé á milli reikn­inga vegna þess að orðspor Nor­egs er gott. Fáir spyrja hvaðan pen­ing­arn­ir koma,“ seg­ir Jó­hann­es sem seg­ir það „ein­kenni­legt“ að DNB hafi ekki spurt fleiri spurn­inga. „Því að þetta eru svo mikl­ir fjár­mun­ir,“ seg­ir Jó­hann­es.

„Ég gerði allt sem ég þurfti“

Í viðtal­inu við Af­ten­posten seg­ist Jó­hann­es hafa hrif­ist með þeirri menn­ingu sem ríkti í fyr­ir­tæk­inu. „Ég gerði allt sem ég þurfti til að tryggja Sam­herja mak­ríl­kvóta. Skila­boðin frá Þor­steini Má Bald­vins­syni for­stjóra voru að greiða skyldi mút­ur ef það væri nauðsyn­legt til að fá meiri kvóta fyr­ir fyr­ir­tækið,“ seg­ir Jó­hann­es. „Það sem Sam­herji gerði var rangt, en ég get ekki sagt að ég hafi reynt að breyta því.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina