Sjómenn hafna afnámi stimpilgjalds

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir sambandið alfarið mótfallið hugmyndum …
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir sambandið alfarið mótfallið hugmyndum um afnám stimpilgjalds sem tengist eignatilfærslu skipa. mbl.is/Kristinn Magnússon

Áform rík­is­stjórn­ar­inn­ar um af­nám stimp­il­gjalds af skjöl­um varðandi eigna­yf­ir­færslu skipa get­ur ýtt und­ir fé­lags­legt und­ir­boð, seg­ir Val­mund­ur Val­munds­son, formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands, í sam­tali við 200 míl­ur.

Hann seg­ir frum­varp sem nú ligg­ur fyr­ir Alþingi til þess fallið að lækka kostnað út­gerða við að flagga skip úr landi og þar með af­tengja starf­sem­ina frá kjara­samn­ing­um sem gilda á ís­lensk­um vinnu­markaði.

„Til dæm­is; þegar skipi er flaggað til Græn­lands, þá geta und­ir­menn ekki fylgt með nema hafa verið með græn­lenska kenni­tölu í tvö ár. Þannig að það seg­ir sig sjálft að sjó­menn­irn­ir fylgja ekki með. Fyr­ir utan það eru þeir ráðninga­samn­ing­ar sem eru í boði á Græn­landi á ís­lensk­um skip­um, sem er flaggað þangað, óboðleg­ir. Það er eng­in lág­marks­trygg­inga­vernd, það er ekki greitt í líf­eyr­is­sjóð og það er ekki greitt í stétt­ar­fé­lag. Þannig að vernd­in fyr­ir menn­ina er nán­ast eng­in ef þeir fara með,“ út­skýr­ir Val­mund­ur.

Helm­ingi lak­ari kjör

Formaður­inn seg­ir því ljóst að flest­ir þeirra sem starfa á skip­um sem kunna að verða færð úr landi muni verða at­vinnu­laus­ir. Þótt ein­hverj­ir kunni að kom­ast með skip­inu úr landi gæti það leitt til veru­legr­ar skerðing­ar kjara að sögn Val­mund­ar sem vís­ar meðal ann­ars til þess að ráðning­ar­samn­ing­ar á Græn­landi bjóði allt að helm­ingi minni laun en á Íslandi „miðað við þá samn­inga sem við höf­um séð“.

Það að skrán­ing myndi bera minni kostnað ein­fald­ar skrán­inga­flutn­inga að sögn Val­mund­ar sem seg­ir að slík­ir flutn­ing­ar geri það að verk­um að sjó­menn og fjöl­skyld­ur þeirra eru „lát­in hanga í lausu lofti“.

Sjómenn að störfum um borð í Víkingi AK í færeyskri …
Sjó­menn að störf­um um borð í Vík­ingi AK í fær­eyskri lög­sögu. mbl.is/​Börk­ur Kjart­ans­son

Sagt sporna við flutn­ing­um

Spurður hvort stjórn­völd hafi brugðist við sjón­ar­miðum Sjó­manna­sam­bands­ins seg­ir Val­mund­ur svo ekki vera. „Það var á Sam­ráðsgátt­inni sem við fyrst skiluðum ít­ar­legri um­sögn, síðan höf­um við skilað um­sögn um frum­varpið í gær eða fyrra­dag. Við höf­um ekki verið boðaðir á fund nefnd­ar­inn­ar (efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar Alþing­is), en það kem­ur ör­ugg­lega að því þegar málið verður tekið fyr­ir.“

Hann seg­ir Sjó­manna­sam­bandið leggj­ast al­farið gegn til­lögu rík­is­stjórn­ar­inn­ar. „Við höf­um séð hvernig er búið að fara með menn í þessu. Þetta geng­ur ekk­ert upp svona. Þetta [stimp­il­gjald] var sett á á sín­um tíma […] fyrst og fremst til þess að sporna við því að svona [skrán­inga­flutn­ing­ur] gæti komið upp. Þetta var ekki bara sett á vegna þess að rík­is­sjóð vantaði pen­ing.“

Bæt­ir Val­mund­ur við að Fé­lag skips­stjórn­ar­manna og Fé­lag vél­stjóra og málm­tækni­manna séu sam­mála Sjó­manna­sam­bandi Íslands í mál­inu.

mbl.is