31% færri slys á sjó hjá Brimi

Slysum hefur fækkað milli ára hjá Brimi. Forvarnir eru sagðar …
Slysum hefur fækkað milli ára hjá Brimi. Forvarnir eru sagðar mikilvægar. Ljósmynd/Borgar Björgvinsson

Slys á sjó hafa verið 18 hjá Brimi hf. það sem af er ári og eru það 8 færri en allt árið í fyrra þegar þau voru 26 og hef­ur þeim því fækkað um 31% milli ára, að því er fram kem­ur á vef Brims hf. Þar kem­ur fram að tals­verðar sveifl­ur hafi verið í fjölda slysa frá ár­inu 2016 en þá voru þau 24 og 17 árið 2017. Að meðaltali voru slys á sjó 21 á tíma­bil­inu.

Ef litið er til slysa á landi hafa þau verið 31 það sem af er ári sem er 52% færri borið sam­an við 2018 þegar þau voru 65. Tekið er fram á vef Brims að þess­ar töl­ur nái einnig til slysa sem eiga sér stað þegar starfs­menn eru á leið til og frá vinnu.

Töl­urn­ar voru kynnt­ar á ár­leg­um ör­ygg­is­fundi Brims sem hald­inn var í gær og sóttu ör­ygg­is­nefnd­ir vinnustaða bæði til sjós og lands auk skip­stjórn­ar­manna og yf­ir­manna fé­lags­ins fund­inn.

Greint var frá ör­ygg­is­verk­efn­um á fund­in­um sem flest fela í sér að efla for­varn­ir og fræðslu. „Þá var fjallað um fyr­ir­komu­lag skrán­inga slysa og hættu­legra at­vika en hjá fé­lag­inu er lögð áhersla á traust­ar upp­lýs­ing­ar til að tryggja ná­kvæm­ar grein­ing­ar sem eru nauðsyn­leg­ar öll­um for­vörn­um,“ seg­ir á vef fé­lags­ins.

mbl.is