Sexmenningarnir sem voru handteknir í Namibíu í tengslum við Samherjaskjölin eiga yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi.
Þeir eiga yfir höfði sér ákærur vegna mútuþægni, spillingar, skipulagðrar glæpastarfsemi og fjársvika. Þeir voru leiddir fyrir dómara í morgun og munu mæta þangað aftur á morgun.
Þetta segir yfirmaður spillingarlögreglu Namibíu, Paulus Noa, í samtali við RÚV, og bætir við að rannsókn sé nokkuð vel á veg komin.
Á meðal þeirra sem voru handteknir voru fyrrverandi dómsmála- og sjávarútvegsráðherrar landsins.