Halda ekki svartan föstudag

Verslunin Vistvera er staðsett í Grímsbæ við Bústaðaveg.
Verslunin Vistvera er staðsett í Grímsbæ við Bústaðaveg. Ljósmynd/Aðsend

„Við jarðarbú­ar þurf­um að minnka neyslu og sér­stak­lega Vest­ur­landa­bú­ar. Okk­ur lang­ar alls ekki til að hvetja fólk til að kaupa og kaupa hluti sem það þarf ekki á að halda, held­ur frek­ar koma til okk­ar þegar það nauðsyn­lega þarf eitt­hvað,“ seg­ir Krist­ín Inga Arn­ar­dótt­ir, einn eig­enda versl­un­ar­inn­ar Vist­veru, þar sem svart­ur föstu­dag­ur svo­kallaður verður ekki hald­inn hátíðleg­ur.

Krist­ín Inga seg­ir að til­boðsdag­ar eins og sá sem er á morg­un verði oft til þess að fólk, jafn­vel hún sjálf, verði svo æst í að kaupa eitt­hvað á til­boði að það kaupi eitt­hvað sem það þurfi ekki á að halda.

Halda vöru­verðinu lágu all­an árs­ins hring

„Við vilj­um frek­ar reyna að halda vöru­verðinu lágu all­an árs­ins hring og ekki vera að hvetja fólk til að kaupa eitt­hvað sem það not­ar kannski ekki,“ seg­ir Krist­ín Inga og bæt­ir því við að eig­end­urn­ir fjór­ir, ná­granna­kon­ur úr Foss­vog­in­um, séu all­ar í ann­arri vinnu og að rekst­ur versl­un­ar­inn­ar sé frek­ar áhuga­mál, sem gefi þeim jafn­framt frelsi til að vera sam­kvæm­ar sjálf­um sér í álagn­ingu.

Í Vistveru eru seldar ýmsar plastlausar nytjavörur.
Í Vist­veru eru seld­ar ýms­ar plast­laus­ar nytja­vör­ur. Ljós­mynd/​Aðsend

Versl­un­in Vist­vera er staðsett í Gríms­bæ við Bú­staðaveg og þar eru seld­ar ýms­ar nytja­vör­ur, en hug­mynd­in að versl­un­inni kviknaði þegar eig­end­urn­ir hófu átakið Plast­laus sept­em­ber og voru sí­fellt að leita nýrra, um­hverf­i­s­vænna lausna og vildu auka aðgengi að um­hverf­i­s­vænni vör­um á Íslandi.

Krist­ín Inga viður­kenn­ir að það geti orkað tví­mæl­is að reka versl­un og vilja draga úr neyslu. Í Vist­veru sé áhersla lögð á að selja um­hverf­i­s­væn­ar nytja­vör­ur, sem fólk þurfi raun­veru­lega á að halda.

mbl.is