Tryggja varanlegt eignarhald þjóðarinnar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, spurði Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra hvort hún muni beita sér fyr­ir því að taka upp auðlinda­ákvæði, þegar það er búið að vera í sam­ráðsgátt­inni, með það í hyggju að tíma­binda aðgang að auðlind­inni sem fiski­miðin eru og að sann­gjarnt eðli­legt gjald komi inn í auðlinda­ákvæðið.

Það er áhuga­vert sem kom fram í máli for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins um síðustu helgi um auðlind­ir lands­ins. Hann talaði mjög skýrt og sagði að það hefði ekki verið til­gang­ur fisk­veiðistjórn­ar­kerf­is­ins að gera ör­fáa of­ur­ríka. Ég held að öll­um sé ljóst að það er hluti af því vanda­máli og viðfangs­efni sem við stönd­um frammi fyr­ir í dag,“ sagði Þor­gerður Katrín á þingi í morg­un.

Þor­gerður Katrín sagði enn frem­ur að það þyrfti að tíma­binda samn­inga til að tryggja var­an­legt eign­ar­hald þjóðar­inn­ar, ekki út­gerðar­inn­ar held­ur þjóðar­inn­ar, á auðlind­um sín­um og síðan þyrfti að koma sann­gjarnt og rétt­látt gjald fyr­ir aðgang að okk­ar auðlind.

Katrín sam­mála Sig­urði Inga

Katrín sagði að auðlinda­ákvæðið hefði verið í sam­ráðsferli og enn væri verið að vinna úr þeim at­huga­semd­um sem bár­ust. „Í því ákvæði sem fór inn í sam­ráðsgátt­ina, sem var að sjálf­sögðu rætt í hópi formanna flokk­anna áður en það fór þangað, kem­ur fram að eng­inn geti fengið nátt­úru­auðlind­ir Íslands til eign­ar eða var­an­legra af­nota,“ sagði for­sæt­is­ráðherra.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Alþingi.
Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra á Alþingi. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Ég lít svo á og er sam­mála for­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins og ég tel að við séum nú flest sam­mála um það að auðlind­ir okk­ar í þjóðar­eign verða eng­um af­hent­ar til eign­ar eða var­an­legra af­nota. Það ákvæði sem við sett­um í sam­ráðsgátt­ina feli það í sér með mjög skýr­um og af­ger­andi hætti. Þar er einnig kveðið á um gjald­töku,“ bætti Katrín við.

Hún sagði að það skipti máli að al­vöru­skref verði stig­in á kjör­tíma­bil­inu varðandi end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­inn­ar þar sem byggt væri á vinnu sem hefði verið unn­in.

Þor­gerður Katrín sagði að það lægi ljóst fyr­ir að sér­fræðing­ar væru ekki endi­lega sam­mála nálg­un for­sæt­is­ráðherra um að það sé al­gjör­lega óve­fengj­an­legt að það sé búið að tryggja tíma­bundið aðgang að auðlind­inni þegar kem­ur að út­gerðunum.

Ef þetta er skiln­ing­ur for­sæt­is­ráðherra, af hverju eig­um við þá ekki til ör­ygg­is að setja þetta skýrt fram í stjórn­ar­skrá?“ spurði Þor­gerður Katrín og hélt áfram:

Hvort er að mati for­sæt­is­ráðherra mik­il­væg­ara að tryggja rétt þjóðar­inn­ar til að ráða raun­veru­lega yfir auðlind­um sín­um og fá fyr­ir það eðli­legt gjald og tryggja það í stjórn­ar­skrá eða er kannski mik­il­væg­ara fyr­ir for­sæt­is­ráðherra að halda rík­is­stjórn­inni sam­an og hafa Sjálf­stæðis­flokk­inn góðan?

mbl.is