Undiralda hjá VG

Katrín Jakobsdóttir á flokksráðsfundi VG.
Katrín Jakobsdóttir á flokksráðsfundi VG. mbl.is/Kristinn Magnússon

Birg­ir Her­manns­son stjórn­mála­fræðing­ur seg­ir Andrés Inga Jóns­son og Rósu Björk Brynj­ólfs­dótt­ur ekki hafa verið einu full­trúa VG sem tor­tryggðu rík­is­stjórn­ar­sam­starfið. Umræða um Sam­herja­málið og kvóta­kerfið eigi þátt í undiröld­unni hjá flokkn­um.

Andrés Ingi sagði sig úr þing­flokki VG í vik­unni en þau Rósa Björk hafa haft efa­semd­ir um stjórn­ar­sam­starfið. 

Það dró til frek­ari tíðinda hjá flokkn­um í dag þegar Sól­ey Tóm­as­dótt­ir, odd­viti VG í borg­ar­stjórn 2009-2016, lýsti yfir stuðningi við Andrés Inga. VG væri að verða sí­fellt mátt­laus­ari flokk­ur.

„Undir­ald­an birt­ist strax í upp­hafi. Fólk úr baklandi flokks­ins lýsti yfir and­stöðu við rík­is­stjórn­ar­sam­starfið. Síðan heyrðist lítið frá þeim. Ég hef ekki orðið var við að fólk hafi lýst yfir and­stöðu síðan. Það er hins veg­ar stund­um undir­alda í póli­tík sem maður átti ekki von á. Sam­herja­málið er dæmi um það. Maður veit ekki hvernig það þró­ast. Það mál kom flatt upp á alla,“ seg­ir Birg­ir.

Verður Rósa áfram í þing­flokkn­um?

Það hafi helst komið hon­um á óvart að Birg­ir og Rósa Björk skyldu vera áfram í þing­flokki VG. Það eigi eft­ir að koma í ljós hvort Rósa Björk verði áfram í þing­flokkn­um.

Spurður hvort úr­sögn Andrés­ar og stuðnings­yf­ir­lýs­ing Sól­eyj­ar sé vís­ir að frek­ari um­brot­um — sé tæki­færi til að skapa sér víg­stöðu fyr­ir kosn­ing­ar — bend­ir Birg­ir á að Andrés og Sól­ey hafi frá upp­hafi verið í þeim hópi fólks sem var óánægt með rík­is­stjórn­ar­sam­starfið.

Gæti styrkt Sósí­al­ista­flokk­inn

Birg­ir kveðst aðspurður ekki sjá fyr­ir sér nýtt fram­boð á vinstri vængn­um. Hins veg­ar geti ólg­an á vinstri vængn­um gagn­ast Sósí­al­ista­flokkn­um. Þar fari flokk­ur sem skil­greini sig til vinstri við VG. Hins veg­ar sé kjör­tíma­bilið aðeins hálfnað.

Varðandi kvóta­mál­in bend­ir Birg­ir á að Sam­fylk­ing­in og Pírat­ar séu nokk­urn veg­inn sam­mála í þeim mála­flokki. Þá virðist sem Viðreisn sé á líku róli.

„Ef kvóta­málið verður stærsta málið [í kosn­ing­un­um] er spurn­ing hvort flokk­ar eins og Sósí­al­ista­flokk­ur­inn, sem náði ágætis­kjöri í borg­ar­stjórn, fái byr. Maður veit það aldrei,“ seg­ir Birg­ir og ít­rek­ar að enn sé langt í kosn­ing­ar. Því borgi sig að ganga ekki langt í spá­dóm­um.

Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur.
Birg­ir Her­manns­son stjórn­mála­fræðing­ur. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is