Auka gæðin með þjálfun og upplýsingagjöf

Heiða á góðri stundu í fiskvinnslunni. Stutt er á miðin …
Heiða á góðri stundu í fiskvinnslunni. Stutt er á miðin en ferðalagið langt frá Vestfjörðum til Keflavíkur svo að saxast á hillulíf ferska fisksins.

For­vitni­legt er að skoða þau skref sem hafa verið tek­in hjá Hraðfrysti­hús­inu – Gunn­vöru hf. í átt að því að auka gæði hrá­efn­is­ins. Hef­ur fyr­ir­tækið ekki aðeins tekið þátt í þróun nýs og betri kæli­búnaðar held­ur legg­ur HG einnig mikið upp úr fræðslu, þjálf­un og upp­lýs­inga­gjöf til alls starfs­fólks.

Heiða Jóns­dótt­ir, gæðastjóri HG, fjallaði um þetta í er­indi sem hún flutti á Sjáv­ar­út­vegs­ráðstefn­unni fyrr í mánuðinum. „Við höf­um áttað okk­ur á að mik­il og góð sam­skipti eft­ir allri virðiskeðjunni hjálpa okk­ur að gera bet­ur, og jafn­framt aðlag­ast sveifl­um í verði og eft­ir­spurn,“ seg­ir hún en við veiðar og vinnslu er þess gætt að safna gögn­um sam­visku­sam­lega og er helstu upp­lýs­ing­um miðlað á stór­um skjám til starfs­manna á gólfi í vinnslu­sal.

„Við fylgj­umst vel með hvaða afli kem­ur inn, skrá­um hjá okk­ur þá meðferð sem afl­inn fær, telj­um í kör­in og pöss­um vand­lega að ís­pró­sent­an sé rétt. Með góð gögn um fjölda og stærð fiska er hægt að taka betri ákv­arðanir í vinnsl­unni, og með því að varpa lyk­ilupp­lýs­ing­um upp á skjá geta all­ir séð hvað er í gangi og unnið sam­an að því að ná sem mest­um ár­angri,“ út­skýr­ir Heiða.

All­ir hlekk­ir mik­il­væg­ir

HG rek­ur í dag tvo ís­fisk­tog­ara og einn frysti­tog­ara. Bol­fisk­vinnsla fyr­ir­tæk­is­ins er í Hnífs­dal, niðursoðin þorsklif­ur fram­leidd í Súðavík og unnið að þróun sjókvía­eld­is í Ísa­fjarðar­djúpi.

Að sögn Heiðu gegn­ir starfs­fólkið lyk­il­hlut­verki við að há­marka gæði, en til að geta staðið jafn­fæt­is fiskút­flytj­end­um á SV-horn­inu þurfi að vanda mjög til verka því þó að stutt sé á miðin þá er ferðalagið lengra frá fisk­vinnsl­unni suður á Kefla­vík­ur­flug­völl svo að geng­ur á geymsluþol fisks­ins sem nem­ur nærri heil­um degi. Hún seg­ir alla hlekki keðjunn­ar skipta máli, og þannig sé ekki bara mik­il­vægt að fisk­ur­inn fái rétta meðferð strax og hann er kom­inn um borð, held­ur líka hvernig sjálf­um veiðunum er háttað:

Nýr Páll Pálsson ÍS.
Nýr Páll Páls­son ÍS. Ljós­mynd/​Gusti Producti­ons

„Nýj­asta skipið í flot­an­um, Páll Páls­son ÍS 102, er með óvana­lega stóra skrúfu sem skil­ar mik­illi tog­spyrnu og get­ur dregið tvö troll í einu. Það þýðir að hægt er að veiða minna í hvort troll fyr­ir sig áður en það er dregið um borð, og fisk­ur­inn þá bú­inn að vera skemmri tíma í troll­inu og ekki und­ir jafn­miklu fargi þegar veiðarfær­in eru hífð um borð,“ seg­ir hún. „Með auk­inni veiðigetu eru gerðar aukn­ar kröf­ur til skip­stjór­ans svo að hann er oft ekki öf­undsverður af því að þurfa að skila ákveðnum skammti á ákveðnum tíma sama hvernig viðrar og sama hve mikið fisk­ur­inn í sjón­um læt­ur hafa fyr­ir sér.“

Auk þess að geta farið bet­ur með fisk­inn við veiðar er Páll Páls­son bú­inn svo­kölluðum RoteX-snigli frá Skag­an­um 3X. „Við erum stolt af því að hafa fengið að koma að þróun og próf­un­um á tækni­lausn­um Skag­ans 3X - Stál, og leggj­um mikið upp úr því að kæl­ing­in sé órof­in í gegn­um alla virðiskeðjuna, frá veiðum í end­an­leg­ar pakkn­ing­ar.“

Upp­söfnuð þekk­ing

Þjálf­un og fræðsla styrk­ir starfs­fólk HG í að meðhöndla fisk­inn sem best en nýt­ist líka, að sögn Heiðu, við að færa fyr­ir­tækið smám sam­an inn í framtíðina með auk­inni sjálf­virkni­væðingu. Hún seg­ir þjálf­un bæði tíma­freka og kostnaðarsama, en ávinn­ing­ur­inn skili sér til lengri tíma.

„Við höf­um átt í sam­starfi við Fræðslumiðstöð Vest­fjarða og Fisk­vinnslu­skól­ann, bæði með grunn­nám­skeiðum í fisk­vinnslu og einnig fram­halds­nám­skeiðum á borð við nám í meðferð mat­væla sem sex­tán starfs­menn HG hafa núna lokið,“ seg­ir Heiða og bend­ir á að betri fræðsla þýði að starfs­fólkið skilji bet­ur hvaða máli hvert hand­tak skipt­ir. „Þau átta sig á öllu ferl­inu og skilja ástæðuna fyr­ir því að það skipt­ir svona miklu máli að fjar­lægja orma og bein; að fisk­in­um sé pakkað rétt, skrán­ing­ar séu ná­kvæm­ar og merk­ing­ar í lagi.“

Þegar fram í sæk­ir munu sjálf­virk­ar vél­ar vinna æ fleiri hand­tök í fisk­vinnsl­unni og seg­ir Heiða að rík áhersla á þjálf­un al­mennra starfs­manna sé liður í að und­ir­búa allt fyr­ir­tækið fyr­ir þess­ar spenn­andi breyt­ing­ar, sem á end­an­um koma. „Við stefn­um að því að reisa mjög tækni­vædda fisk­vinnslu á Ísaf­irði en ætl­um ekki að skilja allt góða fólkið okk­ar eft­ir held­ur taka það með yfir í nýju vinnsl­una, og það er lyk­il­atriði í ár­angri fé­lags­ins til fram­búðar að þekk­ing­in sem starfs­manna­hóp­ur­inn býr yfir fylgi okk­ur áfram.“

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: