Segir DiCaprio hafa kveikt í skóginum

DiCaprio, sem hefur heitið 5 milljónum banaríkjadala til stuðnings Amazon-regnskóginum, …
DiCaprio, sem hefur heitið 5 milljónum banaríkjadala til stuðnings Amazon-regnskóginum, neitar ásökunum forsetans brasilíska. AFP

For­seti Bras­il­íu, Jair Bol­son­aro, hef­ur sakað Hollywood-leik­ar­ann og um­hverf­issinn­ann Leon­ar­do DiCaprio um að hafa borgað fyr­ir að láta kveikja í Amazon-regn­skóg­in­um.

Bol­son­aro lagði ekki fram nein gögn til stuðnings full­yrðing­ar sinn­ar, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann hef­ur sakað frjáls fé­laga­sam­tök, sem hafa gagn­rýn stefnu for­set­ans í um­hverf­is­mál­um, um að kveikja í regn­skóg­in­um.

Sam­kvæmt frétt BBC hef­ur nokk­ur fjöldi fólks þegar verið hand­tek­inn í tengsl­um við ásak­an­ir um íkveikj­ur í skóg­in­um.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann hefur sakað …
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann hef­ur sakað frjáls fé­laga­sam­tök, sem hafa gagn­rýn stefnu for­set­ans í um­hverf­is­mál­um, um að kveikja í regn­skóg­in­um. AFP

DiCaprio, sem hef­ur heitið 5 millj­ón­um bana­ríkja­dala til stuðnings Amazon-regn­skóg­in­um, neit­ar ásök­un­um for­set­ans bras­il­íska.

Fjór­ir slökkviliðsmenn í sjálf­boðastarfi voru hand­tekn­ir á dög­un­um vegna gruns um að þeir hefðu sjálf­ir kveikt eld­ana til þess að reyna að tryggja fé­laga­sam­tök­um sín­um styrki. Mann­rétt­inda­hóp­ar hafa hins veg­ar sagt aðgerðir lög­reglu af póli­tísk­um toga og til þess gerðar að vekja grun­semd­ir al­menn­ings gagn­vart um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök­um.

mbl.is