Al Jazeera birtir umfjöllun sína um Namibíu

Katarski fjölmiðillinn Al Jazeera hefur birt umfjöllun sína um Samherja …
Katarski fjölmiðillinn Al Jazeera hefur birt umfjöllun sína um Samherja og kvótabrask í Namibíu. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Kat­arski fjöl­miðill­inn Al Jazeera hef­ur birt um­fjöll­un sína um Sam­herja og kvóta­brask í Namib­íu. Um er að ræða 51 mín­útu lang­an þátt sem nálg­ast má á YouTu­be.

Í þætt­in­um má m.a. fylgj­ast með rann­sókn­ar­blaðamanni Al Jazeera á fundi með hátt­sett­um emb­ætt­is­mönn­um í Namib­íu, þar sem hann þyk­ist vera kín­versk­ur fjár­fest­ir sem vill kaupa fisk­veiðikvóta. Þar krefst Bern­h­ard Esau, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, 200 þúsund dala fram­lags frá kín­verska fjár­fest­in­um til handa Swapo flokkn­um vegna viðskipt­anna.

Tel­ur að fyr­ir hon­um hafi verið eitrað

Þá er einnig rætt við Jó­hann­es Stef­áns­son, fyrr­ver­andi verk­efna­stjóra Sam­herja í Namib­íu. Í viðtali við Al Jazeera seg­ist Jó­hann­es gruna að fyr­ir hon­um hafi verið eitrað eft­ir starfs­lok hans hjá Sam­herja 2016.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina