Bárður stærstur plastbátanna

Bárður SH er 154 tonn, 26,9 metra langur og sjö …
Bárður SH er 154 tonn, 26,9 metra langur og sjö á breidd.

„Heimsiglingin gekk vel og báturinn lofar góðu. Á leiðinni frá Færeyjum lentum við í bræluskít en þegar kom að suðurströndinni var ládeyða og alveg í höfn,“ segir Pétur Pétursson á Arnarstapa, skipstjóri á Bárði SH 81.

Margir voru á bryggjunni í Hafnarfirði á laugardagsmorgun þegar nýr bátur Péturs kom þangað, stærsti plastbátur vertíðarflotans. Báturinn, sem gerður verður út frá Ólafsvík, er 154 tonn, 26,9 metra langur, sjö metrar á breidd og djúpristan 2,5 metrar.

Báturinn var smíðaður í Rødbyhavn á Fjóni í Danmörku. Aðalvélin er frá MAN í Þýskalandi og er 900 hestöfl og eldsneytisnotkunin er 195 g/kWh og uppfyllir ströngustu kröfur um útblástur. Netatromla og snurvoðarspil bátsins eru fullkominn búnaður og verður öll stjórnun á voðinni tölvustýrð með snertiskjá. Á næstu dögum verður svo netaspil sett í bátinn og ýmis annar búnaður, að því er fram kemur í umfjöllun um nýja skipi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina