Bárður stærstur plastbátanna

Bárður SH er 154 tonn, 26,9 metra langur og sjö …
Bárður SH er 154 tonn, 26,9 metra langur og sjö á breidd.

„Heim­sigl­ing­in gekk vel og bát­ur­inn lof­ar góðu. Á leiðinni frá Fær­eyj­um lent­um við í brælu­skít en þegar kom að suður­strönd­inni var lá­deyða og al­veg í höfn,“ seg­ir Pét­ur Pét­urs­son á Arn­arstapa, skip­stjóri á Bárði SH 81.

Marg­ir voru á bryggj­unni í Hafnar­f­irði á laug­ar­dags­morg­un þegar nýr bát­ur Pét­urs kom þangað, stærsti plast­bát­ur vertíðarflot­ans. Bát­ur­inn, sem gerður verður út frá Ólafs­vík, er 154 tonn, 26,9 metra lang­ur, sjö metr­ar á breidd og djúprist­an 2,5 metr­ar.

Bát­ur­inn var smíðaður í Rød­byhavn á Fjóni í Dan­mörku. Aðal­vél­in er frá MAN í Þýskalandi og er 900 hest­öfl og eldsneyt­is­notk­un­in er 195 g/​kWh og upp­fyll­ir ströngustu kröf­ur um út­blást­ur. Netatromla og snur­voðarspil báts­ins eru full­kom­inn búnaður og verður öll stjórn­un á voðinni tölvu­stýrð með snerti­skjá. Á næstu dög­um verður svo neta­spil sett í bát­inn og ýmis ann­ar búnaður, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um nýja skipi í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina