Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hafin

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hófst í Madríd í dag.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hófst í Madríd í dag. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Íslensk sendi­nefnd er kom­in til Madríd­ar á Spáni þar sem 25. ráðstefna aðild­ar­ríkja Lofts­lags­samn­ings Sam­einuðu þjóðanna (COP25) var sett í dag.


Meg­in­verk­efni fund­ar­ins er að ljúka við reglu­verk um inn­leiðingu Par­ís­ar­samn­ings­ins, en þar ber hæst regl­ur varðandi 6. grein Par­ís­ar­samn­ings­ins um sam­vinnu ríkja um los­un­ar­mark­mið, auk tækni­legr­ar vinnu varðandi bók­hald og skýrslu­gjöf. Jafn­framt verður á fund­in­um fjallað um mál­efni frum­byggja í sam­hengi við lofts­lags­breyt­ing­ar og aðlög­un að lofts­lags­breyt­ing­um.

Mál­efni hafs­ins verða einnig of­ar­lega á blaði, en for­mennska í viðræðunum er nú í hönd­um Síle, sem hef­ur sett sér­staka áherslu á mál­efni hafs­ins í lofts­lagsum­ræðunni. Til stóð að halda ráðstefn­una í Santiago í Síle, en hætt var við það vegna óeirða þar og fund­ur­inn flutt­ur til Madríd­ar. For­mennska er eft­ir sem áður í hönd­um Síle.

Ráðherra­vika fund­ar­ins hefst næst­kom­andi mánu­dag og mun Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, sækja fund­inn fyr­ir Íslands hönd, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráðinu

Frá upphafi ráðstefnunnar í dag. Fráfarandi forseti Loftslagsráðstefnunnar, Michał Kurtyka …
Frá upp­hafi ráðstefn­unn­ar í dag. Frá­far­andi for­seti Lofts­lags­ráðstefn­unn­ar, Michał Kurtyka frá Póllandi, flyt­ur lokaræðu sína og af­hend­ir Carol­ina Schmidt frá Síle stjórn­artaum­ana. Ljós­mynd/​Stjórn­ar­ráðið
mbl.is

Bloggað um frétt­ina