Aðeins 51% makríls úr íslenskri lögsögu

Á liðinni makrílvertíð veiddist aðeins 51% heildarafla í íslenskri lögsögu.
Á liðinni makrílvertíð veiddist aðeins 51% heildarafla í íslenskri lögsögu. mbl.is/Árni Sæberg

Aðeins um helm­ing­ur heild­arafla mak­ríls sem veidd­ist á vertíðinni af ís­lensk­um skip­um var úr ís­lenskri lög­sögu. Þetta hlut­fall var enn minna í til­felli kol­munna, en aðeins 1,7% þess afla hef­ur komið úr lög­sögu Íslands.

Heild­arafli ís­lenskra skipa á mak­ríl­vertíðinni sem lauk ný­verið var 128 þúsund tonn sem er minni en á vertíðinni í fyrra þegar veidd­ust 136 þúsund tonn, að því er fram kem­ur á vef Fiski­stofu. Vek­ur at­hygli að aðeins um 66 þúsund tonn, eða 51,3% afl­ans, voru veidd í ís­lenskri lög­sögu og 61,7 þúsund tonn á alþjóðlegu hafsvæði NEAFC og 609 tonn í lög­sögu Fær­eyja.

Afla­hæsta skipið á mak­ríl­veiðunum á vertíðinni er Vík­ing­ur AK-100 með 9.463 tonn. Næst kem­ur Hug­inn VE-55 með 9.311 tonn og Ven­us NS-150 með 9.127 tonn.

4 þúsund tonn af kol­munna

Fram kem­ur í frétt á vef Fiski­stofu að heild­arafli ís­lenskra skipa í norsk-ís­lenskri síld er 110 þúsund tonn það sem af er ári, en afl­inn var 83 þúsund tonn á síðasta ári. Afl­inn er að mestu feng­inn í ís­lenskri lög­sögu eða 81 þúsund tonn.

Afla­hæsta skipið í veiðum á norsk-ís­lenskri síld á þess­ari vertíð er Ven­ur NS 150 með 11.600 tonn. Næst er Mar­grét EA með 10 þúsund tonn.

Guðrún Þorkellsdóttir SU á kolmunnaveiðum.
Guðrún Þorkells­dótt­ir SU á kol­munna­veiðum. mbl.is/​Börk­ur Kjart­ans­son

Þá seg­ir að það sem af er ári hafa ís­lensk skip veitt rúm 238 þúsund tonn af kol­munna, en á sama tíma í fyrra var afl­inn „tals­vert meiri, eða rúm­lega 269 þúsund tonn.“ Kol­munna­afli á þess­ari vertíð er að mestu feng­inn utan ís­lenskr­ar lög­sögu, 132 þúsund tonn í lög­sögu Fær­eyja og 102 þúsund tonn í ann­arri lög­sögu. Aðeins um 4 þúsund tonn voru veidd í ís­lenskri lög­sögu.

Afla­hæsta skipið í kol­munna­veiðum á þess­ari vertíð er Vík­ing­ur AK-100 með 25.366 tonn. Næst kem­ur Ven­us NS-150 með 23.346 tonn.

mbl.is