Frumvarp um þriggja þrepa skattkerfi samþykkt

Frumvarp um kerfisbreytingar á tekjuskattskerfinu þar sem innleitt er þriggja …
Frumvarp um kerfisbreytingar á tekjuskattskerfinu þar sem innleitt er þriggja þrepa skattkerfi var samþykkt á Alþingi í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórn­ar­frum­varp um tekju­skatt og staðgreiðslu op­in­berra gjalda var samþykkt á Alþingi í dag. Í lög­un­um er lagt til að komið verði á fót þriggja þrepa tekju­skatt­s­kerfi, í tveim­ur skref­um, með nýju lág­tekjuþrepi í stað tveggja þrepa eins og nú er. Sam­kvæmt frum­varp­inu munu barna­bæt­ur hækka og viðmiðum til breyt­inga á per­sónu­afslætti milli ára verður breytt. 

Frum­varpið var samþykkt með 46 at­kvæðum. All­ir sjö þing­menn Miðflokks­ins sátu hjá og tveir þing­menn Pírata. 

Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra vek­ur at­hygli á samþykkt frum­varps­ins í færslu á Face­book þar sem hann seg­ir málið eitt af stærstu mál­um kjör­tíma­bils­ins og helsta grund­völl lífs­kjara­samn­ing­anna. 

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra vek­ur einnig at­hygli á mál­inu og seg­ir breyt­ing­arn­ar sem frum­varpið hef­ur í för með sér stuðla að bætt­um kjör­um al­menn­ings og gera skatta- og bóta­kerfið rétt­lát­ara.



mbl.is

Bloggað um frétt­ina