Haftengd starfsemi gæti þrefaldast á 20 árum

26 sérfræðingar sem koma að riti um haftengda starfsemi telja …
26 sérfræðingar sem koma að riti um haftengda starfsemi telja að umfang hennar geti þrefaldast á tveimur áratugum. mbl.is/Ómar

„Öll starf­semi sem við kem­ur haf­inu í kring­um Ísland, get­ur þre­fald­ast að um­fangi á næstu tveim ára­tug­um. Í bláa hag­kerf­inu fel­ast því mörg tæki­færi til að skapa verðmæti og áhuga­verð störf til framtíðar,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Íslenska sjáv­ar­klas­an­um vegna út­gáfu nýs rits und­ir heit­inu: „Bak við yztu sjón­arrönd“.

Höf­und­ar rits­ins eru þeir Þór Sig­fús­son og Þórlind­ur Kjart­ans­son en 26 sér­fræðing­ar og frum­kvöðlar veita einnig álit sitt á ýms­um framtíðarviðfangs­efn­um er lúta að haf­inu, seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Tekið er fram að stór hluti af veltu bláa hag­kerf­is­ins sé í dag tengd­ur hefðbundn­um sjáv­ar­út­vegi. En í rit­inu er talið að þró­un­in til kom­andi árum geti orðið til þess að stór hluti bláa hag­kerf­is­ins „sé lítið eða ekk­ert tengd­ur hefðbundn­um fisk­veiðum. Nýj­ar at­vinnu­grein­ar, sem nýta auðlind­ir hafs­ins, munu skjóta enn frek­ar rót­um og verða fyr­ir­ferðar­mikl­ar á kom­andi árum ef rétt er á mál­um haldið.“

Fiskveiðar hafa verið ráðandi hluti af veltu sem skapast við …
Fisk­veiðar hafa verið ráðandi hluti af veltu sem skap­ast við nýt­ingu hafs­ins. Sér­fræðing­ar telja að hlut­deild þeirra geti minnkað á kom­andi árum. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Í rit­inu er meðal ann­ars rætt um hver þróun veltu ein­stakra greina sem tengj­ast nýt­ingu hafs­ins og byggj­ast þær áætlan­ir bæði á áætl­un­um sem gerðar hafa verið um veltu­aukn­ingu þess­ara at­vinnu­greina á heimsvísu og á viðtöl­um við ýmsa frum­kvöðla og for­svars­menn fyr­ir­tækja hér­lend­is.

Talið er að tæki­færi liggja í auk­inni fiski­rækt, líf­tækni, full­vinnslu auka­af­urða, vax­andi stofn­um nýrra veiðiteg­unda við Ísland eins og skel­fiski, nýt­ingu þara og rækt­un þör­unga. Jafn­framt er bent á að ógn­an­irn­ar fel­ast fyrst og fremst auk­inni meng­un í haf­inu í kring­um Ísland, hitn­un og súrn­un sjáv­ar og plast­meng­un.

El­iza Reid, for­setafrú, mun í dag taka á móti fyrsta ein­taki af rit­inu.

mbl.is