„Sjómenn búa við óttastjórnun“

Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda telja að reynt sé með kerfisbundnum …
Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda telja að reynt sé með kerfisbundnum hætti að útrýma fiskvinnslum sem ekki búa yfir aflaheimildum. mbl.is/Ólafur Bernódusson

„Al­var­leg fé­lags­leg und­ir­boð í skjóli stjórn­valda eiga sér stað í sjáv­ar­út­vegi á Íslandi og stjórn­völd­um ber að stöðva það um­svifa­laust. Fyrsta skref í þá átt væri að tryggja eitt upp­gjör­sverð til allra sjó­manna lands­ins. Það er best gert með því að leggja niður Verðlags­stofu og hefja upp­gjör afla sam­kvæmt raun­veru­legu markaðsverði,“ seg­ir í álykt­un aðal­fund­ar Sam­taka fisk­fram­leiðenda og út­flytj­enda sem hald­inn var 29. nóv­em­ber og send hef­ur verið til fjöl­miðla í dag.

Þá seg­ir að það sé „óþolandi og ólíðandi að hægt sé að stjórna tekju­stofni þeim sem notaður er til grund­vall­ar út­reikn­ings hafn­ar­gjalda og launa sem svo leiða af sér skatt­stofn sem er rang­ur.“ Og telja sam­tök­in að mun­ur­inn á tekju­stofn­in­um geti numið allt að 40%.

Jafn­framt er sagt að sjó­menn búi við „ótta­stjórn­un“ þar sem kerfið sé „klæðskersaumað fyr­ir kvóta­fyr­ir­tæki sem vinna eig­in afla. […] Lág­marks­krafa ætti að vera að upp­gjör sé það sama hjá sjó­mönn­um, sama hvar landað er.“

Telja sam­tök­in verið sé að „út­rýma“ fisk­vinnsl­um án afla­heim­ilda með kerf­is­bundn­um hætti sem er til þess fallið að auka at­vinnu­leysi.

Störfum í fiskvinnslum hefur fækkað.
Störf­um í fisk­vinnsl­um hef­ur fækkað. mbl.is/​Krist­inn Magnúsosn

Auðlind­in eign þjóðar­inn­ar

Fram kem­ur í álykt­un­inni að mark­miðið þurfi að vera að há­marka nýt­ingu „þjóðarauðlind­ar­inn­ar þjóðinni til hags­bóta en ekki ör­fárra hand­hafa veiðiheim­ilda. Skýr krafa er jafn­framt að farið sé taf­ar­laust í stjórn­ar­skrár­breyt­ingu sem snýr að því að festa í sessi þá staðreynd að auðlind­in er þjóðar­inn­ar.“

Er talið mik­il­vægt að markaðsverð verði gert að grunni fyr­ir inn­heimtu gjalda, „ekki eitt­hvert til­búið ímynd­un­ar­verð sem hægt er að tala til eft­ir þörf­um. Með þess­um breyt­ing­um myndi af­koma rík­is­sjóðs vegna auðlinda­gjalds um­svifa­laust hækka, þar sem upp­gjör­sverð afla væri orðið rétt.“

Óunn­inn fisk á markað

Aðal­fund­ur Sam­taka fisk­fram­leiðenda og út­flytj­enda skor­ar á stjórn­völd að „tryggja að all­ur fisk­ur sé seld­ur hæsta verði eins og kveðið er á um í kjara­samn­ing­um sjó­manna. Þetta feli meðal ann­ars í sér að hann sé boðinn til sölu á Íslandi ef stefnt sé að út­flutn­ingi á hon­um óunn­um, hæsta verð ráði sölu. Jafn­framt að all­ur fisk­ur sem ekki fer til eig­in vinnslu samþættra út­gerðar- og vinnslu­fyr­ir­tækja sé seld­ur á sam­keppn­ismarkaði.“

Telja sam­tök­in það geta falið í sér um­tals­vert tap fyr­ir þjóðarbúið að fisk­ur sé flutt­ur úr landi óunn­inn í aukn­um mæli. „Áætlað er að þjóðarbúið verði af 5-8 millj­örðum í út­flutn­ings­verðmæt­um á ári út af gáma­fiski.“

mbl.is